Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 80

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 80
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Þarf þvl ekki að draga í efa, að ritið mun vekja máls á mörgum nýmœlum. Auk þess efnis, sem nefnt hefir verið hér að framan, er gert ráð fyrir að ritið flytji að einhverju leyti sögur og kvœði, eins og gert hefir verið til þessa. í því — sem öðru — verður leitazt við að fara eftir vilja lesendanna. Svör frá lesendunum við fyrirspurnum í síðasta hefti, berast nú með hverri póstferð. Ennþá er of snemmt að draga heildar- ályktun af svörunum. En lesendur mega óhœtt treysta því, að leitazt verður við að uppfylla allar þeirra óskir í smáu sem stóru. Og hinum ýmsu nýmcelum um efnisflutning, sem hreyft er í bréf- unum, verður reynt að koma í fram- kvœmd eins fljótt og hœgt er. En það verða að sjálfsögðu ekki allir hlutir framkvœmdir samtímís. Eitt gengur fyrir og annað bíður. Vonumst við til að lesendur sýni þolinmœði og skilning í því efni sem öðru. En það er mikill styrkur fyrir ritið að fá sem allra flest svör við spurningunum. Af nýmœlum í sambandi við efnisval má enn nefna þetta: Fyrirhugað er að ritið flytji greinaflokka um hreinlœti, snyrtingu og háttprýði; um líffrœði og heilsuvernd, og um matarœði. Áhugi mun mjög almennur fyrir öllum þessum efnum, en hins vegar á almenningur lítinn kost frœðslu um þau. * Með þessu hefti hefst nýr áfangi á œfibraut Vöku. Útgáfa hennar var ráðin siðla vetrar, með hækkandi sól, og ör- ugg bjartsýni aðstandenda fylgdi henni úr hlaði. Þetta hefti berst kaupendunum með vaxandi birtu og því fylgir enn meiri bjartsýni en hinu fyrsta, því að vonirnar sem við það voru tengdar, hafa rœtzt. Vaka hefir náð mikilli útbreiðslu og mœtt almennum vinsœldum meðal les- enda sinna, og böndin milli ritsins og kaupendanna munu enn styrkjast til mikilla muna. Með gagnkvœmum skiln- ingi, velvild og samstarfi beggja aðila, 78 útgefanda og lesenda, verður hœgt að ná því marki, sem keppt er að: Vaka, tímarit þjóðhollra íslendinga, útbreidd meðal allra stétta þjóðfélagsins. Hinir bókhneigðu og fróðleiksfúsu íslendingar hafa þá eignazt tímarit, sem rœðir vandamál þeirra af víðsýni og þekkingu, án tillits til hversdagslegra erja, og stendur í engu að baki tímaritum af svipuðu tagi hjá öðrum menningar- þjóðum. V. J. Atlmgasemd 0_uðmundur Eggertsson í Einholtum hefir í bréfi til Vöku látið í ijósi undrun yfir því, að ég skyldi hafa haldið því fram, í 2. hefti I. árg. Vöku, að umbót sú um reglusemi á móti ungmennafélag- anna, því sem haldið var á Ferjukoti í vor sem leið, hafi verið fyrir áhrif Vöku- manna. Mér þykir vænt um að G. E. skyldi hreyfa þessu, svo að tækifæri fá- ist til að skýra málið. Lítill vafi er á því, að ungmennafélögin, einkum fyr á ár- um, unnu mikið gagn í bindindismál- um. Mun G. E. mega gizka á, að mér sé jafnvel öllu kunnara um þau hin fornu átök, heldur en honum og jafnöldrum hans. Á síðari árum hafa félögin sum- staðar látið undan síga og þau undur gerzt, að íþróttamót ungmennafélag- anna í Ferjukoti og við Þjórsárbrú hafa ár eftir ár verið stórfeldar drykkjusam- komur, og að því er snerti hið almenna slark algerlega ósamboðið ungmenna- félögunum, meðan þau héldu bindindis- heiti félagsmanna í heiðri. Nú vildi svo til, að ungmennasamband Borgarfjarðar var árum saman búið að sækja til Alþingis um lagabreyting sér til handa í sambandi við íþróttamótin í Ferjukoti. Hafði málið ekki náð fram að ganga. Leiðtogar ungmennasambands Borgarfjarðar leituðu til mín um stuðn- ing. Ég neitaði algerlega að styðja málið, ef drykkjuskapur og slark af versta tagi ætti að halda þar áfram til minnkunar fyrir hið gamla, góða nafn ungmenna- félaganna og æskuna í héraðinu. Gaf ég kost á að styðja málið, ef stjórn sam-

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.