Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 81

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 81
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A bandsins tæki upp aðferð Runólfs Sveinssonar frá Hvanneyri, er hann hreinsaði drykkjuskaparblettinn af skól- anum og sveit sinni, með hinu viður- kennda úrræði Vökumanna. Varð það að samkomulagi að mikill fjöldi sjálfboða- liða skyldi nú hafður á Ferjukoti, og fylliraftarnir fluttir burtu. Gekk þetta ágætlega. Löggjafaratriði það, sem um var deilt, komst í framkvæmd, og æska Borgarfjarðar fylgdi umsömdu fyrirlagi. Drykkjugarmarnir sögðu, þegar sjálf- boðaliðarnir tóku þá fasta: „Ekki pok- ana“. Mun G. E. ekki hafa vitað um hin dýpri rök málsins. En svo glöggur var munurinn á þessum fundi á vinnu- brögðunum í sumar sem leið og næsta ár þar á undan, að vel hefði farið á, að svo greinagóður maður, eins og G. E. er, hefði áttað sig á, að nýr andi væri byrjaður að svífa yfir vötnunum. J. J. Bréfaskiptin Á öðrum stað hér 1 ritinu birtir Egill Bjamason fyrir hönd Vökumanna íslands ávarp til íslenzkrar æsku, þar sem henni er gefinn kostur á þátttöku í almennum bréfaskiptum milli ungra íslendinga hér heima og í Ameríku. — Þessi bréfaskipti eru stærsta átakið, sem gert hefir verið til eflingar og við- halds almennu, lífrænu sambandi milli þjóðarbrotanna austan og vestan hafs- ins. Vökumenn hafa á stefnuskrá sinni að vinna að aukinni samheldni og sam- starfl milli allra íslendinga, hvar á hnettinum sem þeir eru búsettir. Utan íslands eru hvergi í einu landi búsettir eins margir íslendingar og í Canada. Þess vegna hefjast Vökumenn handa um framkvæmd þessa stefnumáls síns með stóru átaki um aukin kynni þeirra við föðurlandið og móðurþjóðina. Þessu næst munu Vökumenn væntanlega sinna málum íslendinga í Kaupmannahöfn. Þar bíður merkileg framkvæmd eftir átaki frá þeirra hálfu. En ekki meira um það að sinni Hugmyndinni um bréfaskiptin hefir verio tekið fádæma vel. í þremur skól- um, sem telja samtals um 170 nemendur, hafa t. d. gefið sig fram 100 manns, karlar og konur, til þátttöku í þeim. Æskufólk utan skólanna mun sjálfsagt ekki heldur láta sitt eftir liggja um þátt- töku. Vestan hafs ríkir mikill áhugi og skilningur á þessu máli. Að framkvæmd- um er unnið á breiðum vettvangi, og má óhætt vænta þar mikillar þátttöku. Og bréfaskipti við unga íslendinga hér heima munu vissulega treysta tengsl unga fólksins vestan hafs við land feðra sinna og mæðra, sem það elskar og finnur sig tengt, án þess að hafa nokkru sinni litið það augum. Hinir mörgu ungu lesendur Vöku skulu eindregið hvattir til að gefa sig fram til þátttöku í bréfaskiptunum. Sameinaðir stöndum vér T síðara hefti „Vöku“ 1938 birtist grein eftir Björn Bjarnarson undir nafninu „Alþing og flokkar". í greininni felst fullkomlega það fomkveðna, að „sam- einaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér“. í grein B. B. felst hvatning til þjóðar- innar, og þá ekki sízt til leiðandi manna á sviði stjórnmálanna, að taka höndum saman og verja frelsi og lýðræði þjóð- arinnar. Stjórnmálamönnum vorum ætti þegar að vera orðið ljóst, að með sömu stefnu, sem nú er rekin á stjórnmála- sviði þjóðarinnar, stefnu, sem lýsir sér í látlausri stéttabaráttu, er sjálfstæði þjóðarinnar stefnt í vora. Og má segja, að nú ríki hér á landi ný Sturlungaöld, þar sem ein stéttin reynir að hrifsa völdin af annari, og grundvallar gjarna afkomu sína með því að ganga á hlut annara stétta. Það hefir orðið fótakefli stærri þjóða en íslendinga, að láta fara fram flokka- baráttu á slíkum grundvelli, sem hér er hafin, og það getur aldrei orðið farsælt að kúga eina stétt þjóðfélagsins til þess að hefja aðra upp. Ég er alveg sammála B. B. í því, að það er fullkomlega tíma- bært að stofna flokk, sem hafinn er yfir 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.