Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 83

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 83
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A Vaka heitir eftirtöldum verðlaunum fyrir söfnun Verðlaun! nýrra kaupenda: vei'ðlauii: Bezta bók ársins 1938 (sú, sem vinnur í at- kvæðagreiðslu Vöku) í vönduðu skinnbandi. Til þess að hljóta þessi verðlaun verður að safna minnst 15 áskrifendum og sjá um innheimtu áskriftagjaldanna. 2. verðlaim: vandaður pappírshnífur. Þessi verðlaun verða veitt fyrir að safna minnst 10 nýjum áskrifendum og annast innheimtu áskriftagj aldanna. 3. verðlaun: l- °S 2. árgangur Vöku í bandi. Þessi verð- laun verða veitt fyrir að safna 5 nýjum áskrifendum og annast inn- heimtu áskriftagjaldanna. Þeir, sem safna 3 nýjum áskrifendum og annast innheimtu áskrifta- gjaldanna, fá yfirstandandi árgang Vöku ókeypis. Veitt verða fleiri en ein verðlaun í hverjum flokki. Verðlaun hljóta því allir, sem til þeirra vinna. Það er auðvelt að útbreiða Vöku, og þvf hægðar- leikur að vinna til þessara eigulegu verðlauna. Lieiðréttingar r frásögn af Grími Grímssyni á Svarf- hóli í síðasta hefti Vöku, slæddist inn villa. Meðal bygginga þeirra, sem Grím- ur hefir reist á Svarfhóli, var talin steinsteypt hlaða. Þetta var á misgán- ingi byggt og ekki rétt hermt. Um leið og þessi missögn er leiðrétt, skal það tekið fram, að gefnu tilefni, að heimild um byggingar á Svarfhóli var ekki frá Grími sjálfum. * í þessu sama hefti voru nokkrar prentvillur. Flestar þeirra voru ekki skaðlegar og auðvelt að „lesa í málið“. Ein þeirra getur þó e, t. v. valdið mis- skilningi, og skal hún því leiðrétt hér. Á bls. 103, 1. línu að ofan, stendur hern- aður í stað hermaður. * í kvæði Einars Sigvaldasonar átti sér stað ruglingur orða. Fjórða ljóðlínan var svona: sú er myndin hugum þekk, en á að vera: er sú myndin hugum þekk. — Lesendur ritsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.