Alþýðublaðið - 20.01.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 20.01.1920, Side 1
Alþýðublaðið Grefið iit af Alþýðuflokknum. 1920 Þriðjudaginn 19. janúar 12. tölubl. ^igur varRamanna i CnglanéL ' Eins og kunnugt er, vinnur al- býðan á við kosningar í Englandi. Af 17 aukakosningum, sem fram hafa farið, hefir alþýðan unnið 12 'þingsæti. f Chester-le-Street fékk álþýðufulltrúinn 12,500 atkv. meiri- bluta. ,Times“ segir um þessa kosningasigra, að af þeim megi úraga þá ályktun, að flokkur verka- Qianna muni innan skamms verða sterkasti flokkur þingsins. Pess öer að gæta, að auðvaldsflokkarnir standa nær allir sameinaðir gegn honum, og því glæsilegri verður !>á sigurinn. Baráttan eykst úti í heimi. Alþýðan er að vakna. Yerka- haönnum er að skiljast, að sjálfra þeirra mönnum er bezt treystandi til þess, að fara með mál þeirra •á þingi. cTra PýzRalanéi. íslendingur, sem dvalið hefir í ^ýskalandi í vetur, skrifar kunn- ’Qgja sínuin hér. Bréfið er dag- 8ett 4. janúar. Þar segir meðal ánnars: „Þýzkaland er orðið annað ^ýzkaland, en það var. Verð á ðHum vörum hækkar óðfluga, og ®ámhliða koma lög og skipanir frá stjórninni um nýjar álögur og ^ítirlit, svo alt gengur svo seint stirt. Annars kann eg mjög Vel við mig hér, — þó eg sé að visu sama sem mállaus, kemst hiaður þó furðanlega áfram til ^versdagsþarfa. Mér finst fólkið sárlega alúðlegt. Skemtanir eru miklar og margbreyttar, og ®r er ekki dýrara að lifa með oiikar peninga (íslenzka) en ann- aístaðar, og nógur matur fyrir þá, Setó geta borgað. Jón flak. yfuðvalðið i Grikkianði jorna. Auðvaldið er ekki nýtt f sögu þjóðanna. í Róm var fjársöfnun á einstakra manna hendur orðin gíf- urleg og alt hið opinbera líf ger- spilt. En þó segir sagan að auð- söfnunin og spillingin hafi hvergi náð að jafnast á við Kfna f forn- öld. t Grikklandi átti þetta sér einnig stað, enda þótt Grikkir ættu Iöggjafa sem Sólon og Lf- kurg. Demosþenos segir á einum stað: „Til forna var lýðveldið sjálft auðugt, án þess þó að einstakir menn hefðu safnað auði. Að menn vita nú hvernig heimilishögum manna eins og Þemistoklesar, Ar- istedesar og Miltiadesar var hátt- að, er ekki sökum þess að þeir væri ríkari og ætti skrautlegri hús en meðborgarar þeirra. Þá bygði enginn hallir nema ríkið En nú er ríkið orðið fátækt, en einstaka menn orðnir stórauðugir. Þeir hafa keypt alla jörðina og byggja nú hallir, sem eru miklu fegurri og stærri en hallir ríkisins. En mestur hluti meðborgara þeirra á málungi matar.*1 Þannig var ástandið á tfmum Demosþen- esar. Menn höfðu smátt og smátt felt lög Sólons úr gildi vegna þess að þeim þótti þau óheppileg auð- mönnunum. Lög Sólons settu takmörk fyrir því hve mikið einn borgari mætti eiga til, og lögðu refsingu við þvf að lifa eingöngu af rentum eða tekjum af eign. Þeim mönnum mátti refsa fyrir iðjuleysi. Enn- fremur skyldu hinir fátæku eigi borga neina skatta, en afiur á móti voru háir stígandi eigna- skattar. Löggjöf Sólons gekk því í stuttu máli í þá átt að halda við því fjárhagslega jafnvægi og varna fátæktinni að ryðja sér til rúms. Þetta jafnréttisástand virðist hafa verið um langan tíma. En síðar tók þjóðarauðurinn smátt og smátt að færast yfir á einstakra manna hendur. Lftið f fyrstu, svo menn tóku ekki eftir, en strax er nokkrir voru orðnir ríkir veitti auðurinn þeim völd, en þeim beittu þeir oft til þess að upphefja gömlu jafnréttislögin og létta af þeim byrðum er áður hvíldu á auð- mönnunum. En með þvf jukust byrðarnar á þeim, sem minna áttu, og auðurinn fékk meira og meira vald. Við vaxandi auðsöfnun steig verðið á lífsnauðsynjunum — pen- ingarnir féllu f verði — en það jók fátæktina hjá þeim sem minna. áttu, og svo fór að þeir urðu hver af öðrum að selja óðalssetur sfn og tóku að lifa á þvf að selja öðrum vinnu sína. Og svo voru ýmsir orðnir fá- tækir á tfmum Períklesar að út- býta varð peningum meðal manna svo þeir gætu goldið þann vissa skatt er menn urðu að gjalda til að fá að taka þátt f hinum venju- legu opinberu hátfðahöldum og leikjum. Síðar varð þetta nokkurs- konar fátækrastyrkur og brátt gerðust þeir margir er eingöngu lifðu á styrk þessum. Og árið 338 f. Kr. kvartar rithöfundur einn grfskur yfir þvf, að þá væri fleiri ölmusumenn en velstæðir borgarar. Á tfmum Alexandeis mikla varð auðsöfnun einstakra manna meiri en hún hafði nokkru sinni áður verið. Hann komst yfir mikið gull og silfur f Austurlöndum (sérstakl. Persíu). Féll auður þessi að miklu í hendur herforíngja hans. Gull þetta og silfur var f stöngum, en þeir létu mynta það og setja síð- an í umferð f Grikklandi og Asíu, Eins og eðlilegt var söfnuðust peningarnir mest á hendur þeim er mest áttu fyrir, en alt steig i verði og gerði næstum ómögulegt fyrir hina fátækari að afla sér lífs- viðurværis. Og svo var komið þegar Ánti- pater, eftir dauða Alexanders mikla, skipaði svo fyrir að þeir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.