Fréttablaðið - 28.12.2022, Page 1

Fréttablaðið - 28.12.2022, Page 1
Það er engin þörf á þessum rosalegu lokunum. Ingólfur Axelsson, Tröllaferðum 2 8 1 . t ö l u b l a ð 2 2 . á r g a n g u r f rettab lad id . i s M I ð V I K u D a g u r 2 8 . D e s e M b e r 2 0 2 2 Viðskiptamaður ársins 2022 Orri Hauksson, forstjóri Sím- ans, er viðskiptamaður ársins. Menningarátök ársins 2022 Farið yfir skandala í menningarlífinu á árinu. Markaðurinn Menning ➤ 16 Vínartónleikar Sinfóníunnar 5., 6. OG 7. JANÚAR MIÐASALA Á SINFONIA.IS Vegagerðin sætir gagnrýni úr ýmsum áttum. Ferðum aflýst fyrir hundruð milljóna vegna slælegrar frammistöðu í snjó- mokstri. Orðsporstjón er sagt yfirvofandi. bth@frettabladid.is saMgöngur „Mér f innst með ólíkindum hve innviðir Íslands eru veikir,“ segir Lior Oestereich, ísraelskur ferðamaður sem komst ekki í Bláa lónið í gær vegna lokunar Grindavíkurvegar. Lior keypti ferð í lónið með löngum fyrirvara en það er yfir- bókað næstu daga og að hans sögn engar líkur á að hann nái að baða sig í því. Ferð í lónið var höfuðástæða heimsóknarinnar til Íslands. „Ég skil ekki heldur að f lugvöllur sé sólarhringum saman úr leik þegar ein gata lokast.“ Jóhannes Þór Skúlason, fram- k væmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir tímabært að hugsa íslenskt vetrarsamfélag út frá þörfum ferðamanna en ekki bara landsmanna. Hann hvetur Vegagerðina til að bæta þjónustu, auka upplýsingagjöf til ferðamanna og setja meiri þunga í snjómokstur víðar en nú er. „Það er ekki boðlegt að Mosfells- heiðin sé ekki mokuð, þessi mikil- væga ferðamannaleið. Við höfum líka gantast með að það sé ansi hart ef það þarf að setja upp kúabú við Dettifoss til að veginum þar sé haldið opnum yfir vetrartímann.“ Ingólfur Axelsson hjá Tröllaferð- um staðhæfir að veðrið sé ekkert verra á Suðurlandi nú en árið 2019 þegar allt hafi verið opið. Vega- gerðin hafi ekki þann mannskap og þau tæki sem þurfi til að halda vetrarferðamennsku gangandi. „Ég ætla bara að kasta Vega- gerðinni í Reykjavík undir rútuna, yfirstjórn Vegagerðarinnar þarf einfaldlega að stýra því betur hvar mannskapurinn starfar,“ segir Ing- ólfur. Þjóðvegurinn við Kirkjubæjar- klaustur hefur að sögn Ingólfs verið lokaður í fjóra daga. „Það er engin þörf á þessum rosa- legu lokunum, þetta er beinn og breiður vegur, það þarf bara mann- skap og tæki. Þetta er ótrúlegt mál,“ segir Ingólfur. Ingólfur hefur af lýst ferðum fyrir 200 milljónir króna síðustu daga. Hætta er á orðsporstjóni á erlendum mörkuðum að hans sögn. Ekki náðist í fulltrúa Vegagerðar- innar. n Öll spjót sögð standa á Vegagerðinni Það var virkilega fallegt um að litast við Sæbrautina í Reykjavík í gær þegar sólin skein á sama tíma og snjókorn féllu. Við þau skilyrði myndaðist þessi glæsilegi regnbogi. Í dag má búast við fallegu veðri í höfuðborginni, sól en miklum kulda. Á landinu má búast við norðaustlægri átt 5-13 metrum á sekúndu en 10-15 norðvestan til. Él víða en léttir til smám saman syðra. Fréttablaðið/Sigtryggur ari orKuMál Spálíkan Orkustofn- unar gerir ráð fyrir að Ísland muni brenna yfir 600 þúsund tonnum af olíu árið 2040 sem er þvert á mark- mið stjórnvalda sem ganga út á að Ísland verði óháð olíu fyrir þann tíma. Sig urður Hannesson, f ram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir þetta undarlegt ósamræmi. „Ég get ekki ímyndað mér að ríkis- stjórnin sé ánægð með þessi vinnu- brögð Orkustofnunar.“ Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, telur gagnrýnina byggða á misskilningi. „Líkanið sýnir fyrst og fremst hvar við þurf- um að herða tökin og grípa til mark- vissra aðgerða.“ Sjá Síðu 4 Ósamræmi í spá Orkustofnunar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.