Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.12.2022, Qupperneq 2
Mín reynsla er að það séu þessar ferðir sem krakkarnir gleyma aldrei og eiga bestu minningarnar um. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Listin að moka snjó gar@frettabladid.is trúfélög Vígslubiskupinn í Skál­ holti sendi í gær kveðju til prestsins í kirkjunni sem brann til grunna í Rautjärvi í Finnlandi á jóladag. „Leyfðu mér að tjá samúð mína vegna þessa taps á svo fallegu og sögulega mikilvægi guðshúsi í eldi á jóladag,“ skrifar séra Kristján Björnsson vígslubiskup. „Þökk sé guði að kirkjugestir og prestur­ inn komust út heilu og höldnu og var bjargað,“ bætir biskup við og kveðst hugsa til sóknarbarnanna í Rautjärvi. Lögregluna í Finnlandi grunar að eldri maður, sem fannst látinn við íbúðarhús sem einnig brann á jóladag 30 kílómetra frá kirkjunni í Rautjärvi, hafi viljandi kveikt í henni. n Kveðja frá biskupi eftir kirkjubruna Séra Kristján Björnsson í Skálholti. Fréttablaðið/Ernir Sprengjum á réttum tíma! Sýnum tillitsemi og skjótum flugeldunum aðeins upp á gamlárskvöld Þrettán til sextán ára ung­ menni í fjórum handbolta­ liðum eru á ferð og f lugi í Svíþjóð. Ekkert mál að missa af jólunum, segir hand bolta­ stúlka. bth@frettabladid.is Handbolti Fjórum klukkustund­ um eftir miðnætti að kvöldi jóla­ dags voru leikmenn fjögurra liða í handbolta, 13 til 16 ára stúlkur og drengir, ræstir út og ekið til Kefla­ víkur. Þeirra beið flugferð til Kaup­ mannahafnar og þaðan var ekið með rútu til Gautaborgar í Svíþjóð. Tilefnið var sterkt norrænt hand­ boltamót sem hófst í gær og nefnist Norden Cup. Lið sem hafa unnið landstitla eða náð góðum árangri eru boðin til mótsins frá öllum Norðurlöndunum. Yngstu kepp­ endur héðan eru fæddir 2009 en hinir elstu 2006. Um ræðir þrjú lið frá Val og eitt frá Aftureldingu. „Það er ekki sjálfgefið að börn leggi þetta á sig og sama má segja um foreldrana, það er ekki sjálfgefið að þeir séu til í að missa börnin frá sér yfir jólin,“ segir Óskar Bjarni Óskars­ son „rótari“ þjálfara á mótinu. „Mín reynsla er að það séu þessar ferðir sem krakkarnir gleyma aldr­ ei og eiga bestu minningarnar um. Það er auðvitað ævintýri að vakna um miðja nótt, f ljúga út og kynn­ ast krökkum frá öðrum löndum, að ekki sé talað um að þau eru að taka þátt í íþrótt sem þeim finnst skemmtilegust,“ bætir Óskar Bjarni við. Sem dæmi um metnaðinn má nefna að sum íslensku liðanna æfðu á jóladag. Annað dæmi til marks um ástríðu keppenda er Sólveig Þór­ mundsdóttir sem dreif sig út með ’06­liðinu sínu. Það gerði hún þrátt fyrir að vera óleikfær vegna meiðsla. Hún hafði safnað fyrir ferðinni þegar meiðslin komu upp fyrir skömmu og það kom ekki til greina, að hennar sögn, að sitja heima held­ ur er hún á staðnum samstöðunnar og ánægjunnar vegna. „Við vorum að vinna fyrsta leik­ inn gegn norsku liði með einu marki,“ sagði Sólveig brött síðdegis í gær. „Handbolti er einfaldlega það besta sem ég þekki og það skiptir engu máli þótt ég sé að missa af jól­ unum, ekki miðað við hvað þetta er skemmtilegt.“ „Það er alltaf reynt að búa þann­ ig um hnútana með fjársöfnunum að félagslegar aðstæður komi ekki í veg fyrir að börn geti notið þessara tækifæra,“ segir Óskar Bjarni. n Ræst um miðja jólanótt í flug til að spila handbolta Lið Aftureldingar drengja, fæddra 2009, eru meðal þeirra sem þurftu að vakna eldsnemma og fórna jólunum fyrir Norden Cup. Mynd aðsEnd erlamaria@frettabladid.is Samfélag Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar á næsta ári. Þá verður Konukot opið utan opnunartíma Skjólsins, sem er opið hús fyrir konur, milli klukkan tíu og þrjú á virkum dögum. Í tilkynningu frá Reykjavíkur­ borg kemur fram að ákvörðunin um opnunina hafi verið tekin í ljósi slæmrar veðurspár næstu daga, þegar veðurskilyrði séu á þann veg að einstaklingum sé hætt við ofkæl­ ingu eða alvarlegum slysum. n Neyðarskýli opin Opið verður fram yfir áramót. bth@frettabladid.is Veður „Það þarf að hvetja fólk til að undirbúa sín ferðalög vel, smá­ bílar gætu einkum lent í vanda. Svo skiptir reynsla ökumanna af því að aka í snjó mjög miklu máli,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Horfurnar fyrir ferðalög milli landshluta eru misgóðar eftir svæðum næstu daga og fram að áramótum. Hvasst verður á Austurlandi og Suðausturlandi í dag og gul við­ vörun. Von er á stanslausum éljum á Norðurlandi næstu daga, allt fram til áramóta. n Óvanir passi sig á vetrarfærðinni Desember hefur verið snjóþungur um allt land, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, þá er mikilvægt að moka vel. Þessi maður stóð sig afar vel í snjó- mokstrinum fyrir utan hús á Holtavegi í gær. Sumir segja það mikilvægasta við moksturinn að vera með réttu verkfærin, góða skóflu eða sköfu. Þá er einnig mikilvægt að fara varlega við líkamsbeitinguna, passa upp á bakið og vera í góðum skóm sem ekki eru sleipir. Fréttablaðið/sigtryggur ari 2 Fréttir 28. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.