Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 34
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist ófeiminn við að tala um hvað íslenskri þjóð gangi vel þrátt fyrir allt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri segist líta á það sem sitt meginhlutverk að segja satt og rétt frá og gera það umbúðalaust. Þótt styr hafi staðið um störf hans á árinu segist hann líta á það sem sinn helsta styrk að vera ekki hluti af neinni klíku. Umræð- an á Íslandi geti þó á köflum verið full neikvæð. Það er óhætt að segja að gustað hafi um Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra á árinu. Hann þykir opin- skárri en forverar hans og hefur verið óhræddur við að tjá sig með frjálslegum hætti í starfi. Hann segir umræðuna á Íslandi óþarflega neikvæða á köflum. Fólki hætti til að gleyma því hvað við höfum það í rauninni gott. En það megi alltaf gera betur og enginn sé hafinn yfir gagnrýni. Allra síst seðlabanka- stjóri. Ásgeir lítur sáttur um öxl nú þegar árið er gert upp. Hann segir síðustu mánuði hafa verið við- burðaríka þótt margt af því sem bankinn hafi glímt við hafi verið miður gleðilegt. „Kannski eru margir búnir að gleyma því en í upphafi árs vorum við enn að glíma við takmarkanir. Svo fór hagkerfið á alveg blússandi siglingu. Fór úr slaka í þenslu á mjög skömmum tíma og verður líklega Tilheyrir engri klíku og skuldar engum neitt Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Sú reynsla kenndi mér að forðast meðvirkni með hagsmunaöflum. Þjóðin á heimtingu á að vita hvað er í gangi hverju sinni. Ég hef reynt að útskýra fyrir þjóð- inni hvað Seðlabank- inn er að reyna að gera. Það tekur stundum á.  gert upp með 7 prósenta hagvexti. Það gat því aldrei endað með öðru en vaxtahækkunum.“ Umræðan oft hvöss Ásgeir segir ekkert óeðlilegt við að fólk takist á um slíkar ákvarðanir. Þegar litið er yfir árið segist hann samt ánægður með hvernig stjórn- tækjum bankans hafi verið beitt. Þá sérstaklega hvernig skilyrði um hámarksveðsetningu og greiðslu- byrði fasteignalána hafi komið í veg fyrir lánabólu. Það hafi unnið með peningastefnunni. „Á heildina litið var hagvöxturinn og einkaneyslan miklu meiri en nokkur sá fyrir. Húsnæðismarkað- urinn var sömuleiðis miklu kraft- meiri en búist var við. Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af þessu mætti kannski segja að við hefðum átt að hækka stýrivexti fyrr. Samt vorum við fyrsti vestræni seðla- bankinn til þess að hefja hækkun vaxta.“ Mitt í þessu öllu megi þó ekki gleyma, segir Ásgeir, að vaxtahækk- anir hafi í raun verið drifnar áfram af góðum fréttum. „Mér finnst mjög mikilvægt að halda því á lofti hvað okkur hefur, þrátt fyrir allt, tekist að halda skuldum heimila og fyrirtækja í stöðugu horfi. Ísland er ekki gírað upp í rjáfur og hækkun á húsnæðis- verði hefur ekki verið rekið áfram af lánabólu. Skuldir heimilanna eru enn um 150 prósent af ráðstöfunar- tekjum, sem er mun lægra en þekk- ist í nágrannalöndum okkar. Það er mjög mikilvægt veganesti fyrir nýtt ár – sérstaklega ef við horfum fram á tímabundið bakslag í efnahags- lífinu.“ Í því sambandi bendir Ásgeir ein- mitt á hvað okkur hafi farnast vel. „Hér er hagvöxtur, laun hærri en erlendis og jöfnuður meiri. Lífs- kjör eru mjög góð á Íslandi. Í öllum samanburði.“ Að hans mati hætti Íslendingum hins vegar til að vera svolítið í nei- kvæða gírnum. „Svona almennt séð. Það litar þjóðfélagsumræðuna og gerir hana leiðinlega. En það er ekkert nýtt. Það er enginn búmaður nema hann barmi sér,“ segir Ásgeir. Að hans sögn er gæðunum vissu- lega misskipt en þá sé mikilvægt að muna að peningastefna sé í eðli sínu velferðarstefna. „Þrátt fyrir allt eru það hinir tekjulægstu sem finna mest fyrir hækkunum og verð- bólgu. Það setur enn meiri þrýsting á Seðlabankann. Að hann standi við sitt og tryggi stöðugt verðlag,“ segir Ásgeir. Talar ekki eins og embættismaður Það áraði mjög vel í íslensku efna- hagslífi þegar Ásgeir steig fyrst inn í Seðlabankann. Síðustu mánuði hafa spjótin hins vegar staðið á honum. Hvernig hefur Ásgeiri gengið að stíga þá öldu? markaðurinn20 28. desember 2022 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.