Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 11

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 11
PENINGAMÁL 2022 / 4 11 Mikil hækkun gengis Bandaríkjadals gagnvart mörgum öðrum gjaldmiðlum stuðlar jafnframt að meiri hækkun á innflutningsverðlagi annarra ríkja, m.a. vegna vægis hans í verðlagningu í alþjóðaviðskiptum. Talið er að verðbólga verði 7,7% að meðaltali í viðskiptalöndum Íslands í ár sem er 0,6 prósentum meira en í ágústspánni. Þá er spáð 5% verðbólgu á næsta ári eða 1,2 prósentum meiri en í síðustu spá bankans. Einnig er gert ráð fyrir heldur meiri verðbólgu á árinu 2024. Seðlabankar helstu iðnríkja hafa áfram hækkað vexti ... Þrátt fyrir lakari hagvaxtarhorfur og aukna óvissu hafa seðlabankar helstu iðnríkja hert enn frekar á taumhaldi peningastefnunnar í takt við hratt versnandi verðbólgu- horfur og mikla spennu á vinnumarkaði. Seðlabanki Evrópu (ECB) hækkaði vexti sína um 0,75 prósentur í 1,5% seint í október sl. og hefur hækkað þá um sam- tals 2 prósentur síðan í júlí (mynd I-11). Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði einnig vexti sína um 0,75 pró- sentur í 3,75-4% í byrjun nóvember og er það fjórða slíka hækkunin í röð. Vextir bankans eru nú 3,75 pró- sentum hærri en í ársbyrjun og hafa ekki verið hærri síðan snemma á árinu 2008. Þá hækkaði Englandsbanki jafnframt vexti sína um 0,75 prósentur í 3% í byrjun nóvember. Fjöldi seðlabanka annarra þróaðra ríkja hefur einnig hækkað vexti á undanförnum mánuðum og hafa vextir flestra þeirra ekki verið hærri síðan árið 2008. Þrátt fyrir það eru raunvextir enn almennt neikvæðir í þróuðum ríkjum og mun lægri en fyrir heimsfaraldurinn. … og hafa skuldabréfavextir ekki verið hærri í yfir áratug Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa þróaðra ríkja hækkaði mikið á fyrri helmingi ársins og hefur sú þróun í megin- atriðum haldið áfram á seinni hluta ársins (mynd I-12). Hafa skuldabréfavextir margra þeirra ekki verið hærri í um og yfir einn áratug. Kröfuhækkunin endurspeglar snarpa vaxtahækkun helstu seðlabanka og væntingar um meiri vaxtahækkanir en áður var búist við (mynd I-13). Hækkun verðbólguálags í hluta ríkjanna bendir einnig til þess að verðbólguvæntingar hafi þokast upp á ný að undanförnu. Hún kann þó einnig að skýrast af hækkun áhættuálags sakir aukinnar óvissu um efnahags- horfur. Endurspeglast það m.a. í þróun líftímaálags (e. term premia) bandarískra ríkisbréfa sem hefur hækkað að undanförnu. Líftímaálag á styttri ríkisbréf hefur hækk- að meira og er hærra en álag á lengri bréf. Niðurhallandi vaxtaferill í Bandaríkjunum endurspeglar þó líklega fyrst og fremst væntingar markaðsaðila um að seðlabanka- vextir muni fljótlega ná hámarki og fari síðan lækkandi Seðlabankavextir OECD-ríkja og breyting þeirra frá ársbyrjun 20211 1. Bandarísku vextirnir eru efri mörk vaxtabils Seðlabanka Bandaríkjanna og vextirnir fyrir evrusvæðið eru innlánsvextir Seðlabanka Evrópu. Heimild: Refinitiv Datastream. Vextir í byrjun árs 2021 H1/21 H2/21 H1/22 F3/22 F4/22 Núverandi vextir % Mynd I-11 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 JA P SV I D A N EC B SV Í N O R ÍS R Á ST BR E K Ó R N Ý S K A N BN AÍS L PÓ L TÉ K C H Í U N G 13,0 11,25 7,0 6,75 5,75 4,0 3,75 3,5 3,25 3,0 3,0 2,85 2,5 1,75 1,5 1,25 0,5 -0,1 Vextir 10 ára ríkisskuldabréfa 1. janúar 2018 - 18. nóvember 2022 Heimild: Refinitiv Datastream. % Mynd I-12 -1 0 1 2 3 4 5 2021202020192018 Bandaríkin BretlandÞýskaland Japan 2022 Meginvextir seðlabanka1 Janúar 2018 - desember 2025 1. Daglegar tölur 1. janúar 2018 til 18. nóvember 2022 og ársfjórðungslegar tölur 4. ársfj. 2022 til 4. ársfj. 2025. Bandarísku vextirnir eru efri mörk vaxtabils Seðlabanka Bandaríkjanna og vextirnir fyrir evrusvæðið eru innlánsvextir Seðlabanka Evrópu. Framvirkir vextir byggjast á vaxtaskiptasamningum (e. overnight index swaps, OIS). Heilar línur byggjast á framvirkum ferlum um miðjan nóvember 2022 en brotalínur um miðjan ágúst 2022. Heimildir: Bloomberg, Refinitiv Datastream. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland % Mynd I-13 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 -1 0 1 2 3 4 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.