Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 14

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 14
PENINGAMÁL 2022 / 4 14 um í byrjun október sl. Mikil hækkun á verði jarðgass hefur einnig leitt til minni samdráttar olíueftirspurnar en ella hefði orðið sem dregur úr verðlækkun olíu. Þá kann fyrirhugað bann Evrópusambandsins (ESB) á inn- flutning á olíu frá Rússlandi að hafa stutt við olíuverð. Brent-hráolíuverð var um 94 Bandaríkjadalir að meðaltali í október eða 20% lægra en í júní sl. Verðið var þó enn hátt í fimmtungi hærra en í upphafi þessa árs og 12% hærra en í október 2021 (mynd I-18). Þótt verð í framvirkum samningum bendi til þess að olíuverð muni lækka á spátímanum og að það verði lægra á honum öllum en byggt var á í ágústspánni er óvissa um þróunina mikil. Fyrirhugaðar viðskiptaþving- anir Vesturlanda á olíuútflutning Rússlands, sem eiga að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og fela m.a. í sér innflutningsbann, verðþak og hömlur á sjóflutning, gætu t.d. valdið auknum framboðstruflunum á olíumark- aði með tilheyrandi verðhækkunum. Á móti gæti fram- leiðsla í Bandaríkjunum hins vegar orðið meiri en búist er við eða olíuútflutningur frá Íran aukist komi til þess að Bandaríkjastjórn dragi úr viðskiptaþvingunum sínum. … og verð á jarðgasi í Evrópu hefur lækkað eftir mikla hækkun í sumar Áhyggjur af orkuframboði í Evrópu hafa aukist verulega í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu eins og fjallað var um fyrr í þessum kafla. Verð á jarðgasi fór stighækkandi í sumar í takt við skert gasflæði frá Rússlandi til álfunnar og aukna óvissu um framboðshorfur í vetur. Náði verðið sögulegu hámarki seint í ágúst þegar það mældist um 315 evrur á megavattstund (mynd I-17). Aukin eftirspurn eftir jarð- gasi í sumar stuðlaði einnig að verðhækkun, bæði vegna minni framleiðslu á öðrum orkugjöfum og birgðasöfnun- ar Evrópuríkja til notkunar yfir vetrarmánuðina. Á sama tíma jókst orkunotkun í álfunni vegna óvenjuhás hitastigs í sumar. Heimsmarkaðsverð á kolum hefur að sama skapi hækkað mikið undanfarið í ljósi aukinnar eftirspurnar vegna skorts á öðrum orkugjöfum, framleiðslutruflunum og innflutningsbanns ESB og G7-ríkja á rússneskum kolum. Verð á jarðgasi í Evrópu hefur hins vegar lækkað hratt á ný síðan í ágúst og var meðalverðið í október orðið svipað og í byrjun júní sl. Lækkunina má m.a. rekja til minni orkunotkunar sakir milds veðurfars í haust og byrjun vetrar, aukins orkusparnaðar, góðrar birgðastöðu og aukins innflutnings frá öðrum ríkjum, einkum á fljót- andi jarðgasi frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það eru horfur um verð jarðgass í Evrópu afar óvissar um þessar mundir og háðar mörgum þáttum, einkum veðurfari í vetur og framboði frá öðrum ríkjum (sjá umfjöllun í rammagrein 1). Samkvæmt framvirku verði er búist við að verð á jarð- Alþjóðlegt olíuverð Janúar 2010 - desember 2025 Heimildir: Refinitiv, Seðlabanki Íslands. Hráolíuverð (Brent) Framvirkt verð PM 2022/3 Framvirkt verð PM 2022/4 USD á tunnu Mynd I-18 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘22‘20‘18‘16‘14‘12‘10 ‘24‘23‘21‘19‘17‘15‘13‘11 ‘25 Verð á jarðgasi í Evrópu Janúar 2016 - desember 2025 Heimild: Refinitiv. Heildsöluverð á jarðgasi Framvirkt verð um miðjan ágúst ‘22 Framvirkt verð um miðjan nóv. ‘22 EUR á megavattstund Mynd I-19 0 50 100 150 200 250 ‘22‘20‘18‘16 ‘24‘23‘21‘19‘17 ‘25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.