Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Page 7

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Page 7
7 heilbrigðiskerfið í sex löndum og við drengurinn minn, Markús Svavar meira að segja búin að fara á sjúkrahús í þessum sex löndum samtals. Við höfum alltaf fengið bestu þjónustuna hér heima. Gigtin í mér er ættgengur sjúkdómur og sonur minn hefur erft hana. Báðir foreldrar mínir fengu gigt, við erum þrjá systurnar og erum við tvær með gigt og af sjö barnabörnum eru þrjú með gigt. Ég vissi að þegar okkur langaði að eignast barn að viss áhætta var tekin, en mér var hugsað til þess að ég lifi hamingjusömu lífi og hversu úrræðin eru orðin góð, en auðvitað var mjög erfitt að kyngja því þegar Markús Svavar svo fékk gigtina, erfiðara en ég hélt fyrir, en gigtin hjá honum er væg, hann er mikið í íþróttum og finnur lítið fyrir sjúkdómnum.“ Þekkingarmiðstöðin á eftir að festast í sessi Guðbjörg er að lokum spurð hvort hún sjái fyrir sér að Þekkingarmiðstöðin eigi eftir að að stækka og þjóna mun víðar Markmið Þekkingarmiðstöðvarinnar Að veita hreyfihömluðu fólki og aðstandendum þeirra upplýsingar og stuðning á þeirra eigin forsendum. Að standa fyrir námskeiðum og jafningjafræðslu. Að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna þannig að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. í samfélaginu. „Okkar stefna er að sinna öllum þeim sem þurfa á upplýsingum að halda til handa fötluðu fólki og vera óháð öllum hagsmuna- samtökum. Ég sé fyrir mér að við eigum eftir að festast í sessi og sjálfvirknin verði meiri með fullkominni heimasíðu og að ýmsar stofnanir tengist henni og að við veitum visst aðhald. Við njótum þess að hafa nafn Sjálfsbjargar í nafninu okkar. Námskeiðahald á vegum okkar ásamt jafningjafræðslu er og verður hluti af starfseminni og fyrir stuttu vorum við í samstarfi við Rauða krossinn með skyndihjálparnámskeið fyrir hreyfihamlað fólk. Þetta var námskeið í hjartahnoði þar sem farið var yfir hvernig skal haga sér þegar hreyfihamlaður einstaklingur er einn með manneskju sem fær hjartaáfall. Námskeiðið heppnaðist mjög vel og tók ég sjálf þátt í því og kom í ljós að ef ég með mína takmörkuðu hreyfigetu lendi í þessari aðstöðu, þá get ég notað hælinn til að beita hjartahnoði. Vonandi kemur þó ekki til að ég lendi í slíku en nú veit ég hvernig ég næ bestum árangri. Hvort sem við vöxum mikið eða höldum okkar striki eins og starfsemin er í dag þá er starfið mjög jákvætt í alla staði og ég hef gaman af því að mæta í vinnuna og alltaf spennt að vita hvaða fyrirspurnir skyldu nú berast til okkar í dag.“ Sjálfsbjörg þakkar stuðninginn

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.