Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 9

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 9
9 2012 - Úr Reykjavíkurmaraþon „sketchinum“ 2012 - Þyrluferð upp á Esjuna Eitthvað um að vera flest kvöld og súpa í hádeginu tvisvar í viku Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu „Flest kvöld vikunnar er eitthvað um að vera í salnum okkar, má þar nefna fyrir utan fundi, félagsvist, bingó, og bridge. Skák var einnig stunduð en hefur legið niðri, en vilji er fyrir hendi að koma skákinni aftur af stað. Á þriðjudögum og fimmtudögum erum við með súpu og samveru í hádeginu, sem er mjög vinsælt. Við vorum með súpuna aðeins á þriðjudögum, en bættum nýverið fimmtudeginum við. Þarna er ekki bara hægt að fá súpu og brauð fyrir 300 kr. heldur einnig notalega samverustund, spjalla við fólk yfir kaffisopa, lesa blöðin, spila, prjóna eða föndra. Slík samvera er mikilvæg fyrir okkar fólk svo það einangrist síður. Reglulega eru svo böll og karíokíkvöld. Á sumrin breytist starfið en þá má segja að við flytjum félagsstarfsemina í Krika, sem er bústaður sem við eigum við Elliðavatn. þar erum við með fasta viðveru alla daga í þrjá mánuði. Sú starfsemi er mönnuð af sjálfboðaliðum. Við köllum Krika, Paradís á jörðu, m.a. vegna þess að þar er sérlega skjólsælt og sólríkt. Ég bý í Breiðholtinu og oft þegar veðrið er ekki gott þá legg ég leið mína í Krika og það er segin saga, þar er fínasta veður. Baráttumálin eru svo alltaf í fyrirrúmi hjá okkur og aðal baráttumálið í dag er að breyta almannatryggingalögunum ásamt því að hækka bæturnar. Fyrirkomulagið eins og það hefur verið, gengur ekki lengur. Við þurfum öll að leggjast á eitt að koma þessu í lag. Ástandið er núna þannig að ef við fáum viðbótarkrónu á einum stað þá skerðist hún á öðrum og ekkert réttlæti er í slíku. Einnig höfum við áhyggjur af Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, var stofnað árið 1958 og var annað Sjálfsbjargarfélagið á landinu. Öflugt félagsstarf hefur einkennt félagið í gegnum tíðina og starfa á vegum þess fjöldi nefnda. Félagið rekur skrifstofu í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 og eru tveir starfsmenn á skrifstofunni. Formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu er Ásta Dís Guðjónsdóttir. „Segja má að ég hafi verið alla mína ævi í Sjálfsbjörg. Móðir mín er hreyfihömluð og sem barn vildi ég alltaf fá að vera með. Eini munurinn þá og nú er að ég var að hjálpa mömmu en eftir að ég veiktist sjálf gekk ég í Sjálfsbjörg í eigin nafni. ferðaþjónustunni. Ég vil meina að það megi ekki skerða grundvallarmann- réttindi bara til að spara nokkrar krónur. Við þurfum að fá Sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks samþykktan. Þó við séum búin að skrifa undir hann, og skrifum þar með undir ákvæði um að við göngum ekki gegn honum, þá þarf samt að lögfesta sáttmálann svo gildi hans skipti meira máli. Þetta ætti að vera komið í lag fyrir löngu.“ Ásta Dís hefur starfað með hópi á vegum Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar sem berst fyrir betra samfélagi. „Í þessu hópsamstarfi varð til skýrsla sem heitir Farsæld, barátta gegn fátækt á Íslandi, og var hún afhent forsætisráðherra 17. október s.l. Ég var þarna á vegum Sjálfsbjargar og EAPN, (European Anti Poverty Network) á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að við þurfum að meta fólk útfrá getu en ekki skorti og þjóðfélag sem sættir sig við fátækt er þjóðfélag sem gerir ekki ráð fyrir þátttöku allra. Öll höfum við eitthvað fram að færa og skiptir þá ekki máli þótt einhverjir eigi við fötlun að stríða.“ Ásta Dís tók nýverið við sem formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu. „Segja má að ég hafi verið alla mína ævi í Sjálfsbjörg. Móðir mín er hreyfihömluð og sem barn fékk ég að hjálpa til í starfi félagsins. Eini munurinn þá og nú er að ég var að hjálpa mömmu en eftir að ég veiktist sjálf gekk ég í Sjálfsbjörg í eigin nafni. Ég hef ekki alltaf verið félagslega virk og ég þekki það af eigin raun hvernig veikindi og einangrun fara með einstaklinginn svo að úr verður vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Mér fannst ég ekki vera þátttakandi í eigin lífi og fór þá markvisst að breyti því. Ég byrjaði á að taka meiri þátt í starfi Sjálfsbjargar, tók svo smá saman að mér meira og er í dag formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.“ Meiningin er að ég hafi fasta viðveru á skrifstofunni og geti þá tekið á móti fólki, en vegna anna hjá félaginu höfum við ekki náð að skipuleggja starfið, en stefnt er að því að ég komi til með að vera hér á mánudögum, eftir áramót. Hvað varðar framtíð Sjálfsbjargar þá finnst mér mjög mikilvægt að ná til yngra fólksins sem kannski sér engan hag í að ganga í félagið vegna alls sem réttindabaráttan hefur skilað þeim og þeir taka sem sjálf- sögðum hlut í dag. Sem dæmi má nefna að þegar félagið var stofnað 1958 þá voru réttindi fatlaða engin. Við höfum komist langt en við þurfum að ná til unga fólksins svo það sjái sér hag í að ganga í félagið og sé tilbúið að leysa okkur sem eldri erum af hólmi.“

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.