Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Side 15

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Side 15
15 Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu MA-ritgerð Aðalbjargar Gunnarsdóttur Aðalbjörg Gunnarsdóttir sem hefur verið virk í starfi Sjálfsbjargar landsambands undanfarin ár lauk nýlega MA gráðu frá Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands MA ritgerð hennar heitir Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu. Í henni er gerð grein fyrir upplifun hreyfihamlaðra foreldra af foreldrahlutverkinu og aðgengi hreyfihamlaðs fólks að foreldrahlutverkinu í þeim tilfellum þar sem hreyfihamlaðar konur geta ekki gengið í gegnum meðgöngu og fæðingu vegna skerðingar sinnar. Sérstök áhersla er á aðgengi að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingakerfið og löggjöf sem snýr að ættleiðingu barna erlendis frá. Um eigindlega rannsókn er að ræða sem byggir á greiningu opinberra gagna og opinna viðtala við ellefu hreyfihamlaða einstaklinga, átta foreldra og þrjá barnlausa einstaklinga. Þá var tekið viðtal við starfsmann sem vinnur í ættleiðingakerfinu. Helstu niðurstöður sýna að aðgengi hreyfihamlaðs fólks sem ekki getur átt börn að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingar er takmarkað. Til að möguleiki þeirra verði meiri, það er að draumur þeirra um barn rætist og að þeir fái tækifæri til að upplifa foreldrahlutverkið, þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting í garð hreyfihamlaðs fólks varðandi foreldrahlutverkið. Einnig þyrfti að koma til breyting á löggjöf um ættleiðingar, bæði hérlendis og erlendis, því erlendu ríkin hafa hvert um sig sínar reglur. Líf og aðstæður hreyfihamlaðra foreldra Aðalbjörg hóf haustið 2005 BA nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og útskrifaðist hún með BA gráðu í félagsráðgjöf vorið 2010. Í BA ritgerð sinni sem heitir Hvað gerir gott foreldri fjallaði hún um hreyfihamlaðar konur og viðhorf þeirra til barneigna og gerði í því samhengi eigindlega rannsókn. Haustið 2010 byrjaði hún síðan í fötlunarfræði við Háskóla Íslands þar sem hún lauk MA náminu. „Ég var fljótt ákveðin meðan ég var í BA náminu að taka fyrir foreldrahlutverkið í MA ritgerðinni minni enda hafði ekki verið skrifuð nema ein ritgerð um sama efni og hún fjallaði eingöngu um fatlaða feður. Mér fannst afar mikilvægt að skoða líf og aðstæður hreyfihamlaðra foreldra og hreyfihamlaðs fólks í barneignarhugleiðingum. Að skoða aðgengi þeirra að foreldrahlutverkinu sem og hvernig foreldrahlutverkið gengur. Það er mikilvægt að koma upplifun og reynslu þessa hóps á framfæri í samfélaginu, þar sem þessi hópur hefur ekki verið sýnilegur hérlendis. Með þessari rannsókn eykst þekking og skilningur á aðgengi hreyfihamlaðra einstaklinga sem ekki geta átt börn að foreldrahlutverkinu og upplifun og reynsla hreyfihamlaðra foreldra af foreldrahlutverkinu. Fræði- legt gildi rannsóknarinnar felst í þeirri innsýn sem rannsóknin veitir í líf fólks sem lítið er vitað um hér á landi. Ósk mín er sú að hagnýtt gildi rannsóknarinnar liggi í þeirri þekkingu sem fagfólk og stuðningsaðilar geta öðlast og muni nýtast þeim í starfi með hreyfihömluðum foreldrum sem og verðandi foreldrum. Þá vona ég að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til kennslu innan fötlunarfræða, félagsráðgjafar og fleiri greina. Það er von mín að öll skrif um fatlað fólk verði til þess að fordómar og fáfræði minnki og að rannsóknin verði hreyfihömluðu fólki til góðs, bæði þeirra sem eru í barneignarhugleiðingum sem og þeirra sem nú þegar eru foreldrar.“ Ekki erfitt að fá fólk í rannsóknina „Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta efni er þríþætt. Í fyrsta lagi er ég sjálf hreyfihömluð frá fæðingu og efnið snertir mig persónulega þar sem ég er ung kona á barneignaraldri og á mér þann draum að verða móðir í framtíðinni. Í öðru lagi hef ég mikinn áhuga á málefnum hreyfihamlaðs fólks og réttindabaráttu þess. Þá hef ég mikinn áhuga á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og þeim mannréttindum sem fjallað er um þar og tryggja eiga fötluðu fólki, meðal annars réttinn til fjölskyldulífs. Í þriðja lagi skrifaði ég BA ritgerð mína í félagsráðgjöf um viðhorf hreyfihamlaðra kvenna til barneigna þar sem ég tók eigindleg viðtöl við hreyfihamlaðar konur sem ekki áttu börn. Sú vinna varð til þess að vekja áhuga minn á því að skoða aðgengi hreyfihamlaðs „Ósk mín er sú að hagnýtt gildi rann- sóknarinnar liggi í þeirri þekkingu sem fagfólk og stuðningsaðilar geta öðlast og muni nýtast þeim í starfi með hreyfihömluðum foreldrum sem og verðandi foreldrum. Þá vona ég að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til kennslu innan fötlunarfræða, félagsráðgjafar og fleiri greina.“

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.