Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Side 16

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Side 16
16 fólks að foreldrahlutverkinu og upplifun þess af því.“ Aðalbjörg segir að auðvelt hafi verið að fá hreyfihamlað fólk í rannsóknina og þar hafi spilað stórt hlutverk að hún er hreyfihömluð sjálf. „Ég hafði tengsl við suma og svo fékk ég fólk sem ég þekki til að benda á aðra. Þetta auðveldaði mér undirbúninginn. Þegar svo kom að rannsókninni þá var markmiðið að öðlast skilning á aðgengi hreyfihamlaðs fólks að foreldrahlutverkinu og upplifun þeirra sem foreldri. Sérstök áhersla var lögð á möguleika hreyfihamlaðs fólks sem ekki getur átt börn á að ættleiða; reynslu hreyfihamlaðra foreldra af meðgöngu og fæðingu og reynslu foreldranna af uppeldi og umönnun barna sinna.“ Víðtækur stuðningur Hverjir eru svo möguleikarnir á að fatlaðir foreldrar sitji við sama borð og ófatlaðir varðandi barneignir? „Í 23. grein í samningi Sameinuðu þjóðanna er talað um rétt til barneigna þar sem m.a er sagt að fatlað fólk eigi sjálft að ákveða hvort það vill eignast börn og hversu mörg og eigi að fá stuðning þegar þörf er á stuðningi. Þegar ég fór að taka viðtölin þá kom mér á óvart hversu víðtækur stuðningurinn er hér á landi. Ég hafði verið að kynna mér erlendar rannsóknir þar sem ríkjandi skoaðnir eru í þá áttina að fatlaðar konur eru hvattar til að eignast ekki börn og ef þær verða óléttar þá að fara í fóstureyðingu, en sem betur fer upplifðu foreldrarnir sem ég ræddi við ekki slíka fordóma þó vissulega hafi komið upp eitt slæmt dæmi hjá lækni sem taldi að fatlaðir yrðu ekki góðir foreldrar en í heildina kom það mér mjög á óvart hversu góður stuðningur var í kerfinu. Síðan eru það foreldrar sem geta ekki átt börn og aðgengi þeirra að foreldrahlutverkinu. Það er ekki það sama og hjá ófötluðum sem eru í sömu sporum. Hreyfihamlað fólk mætir ýmsum hindrunum þegar kemur að foreldrahlutverkinu, bæði í þeim tilfellum þar sem meðganga er ekki möguleg þar sem hún gæti verið hættuleg bæði konu og/eða barni og eins ef um er að ræða að par sem er líffræðilega ófært um að geta barn. Þá lítur þessi hópur fólks til ættleiðingarkerfisins sem virðist þó ekki vera opið öllum og ekki er jafnt aðgengi að ættleiðingarkerfinu þegar um er að ræða fatlaðan einstakling eða ófatlaðan einstakling, þar sem í reglugerðinni er fjallað um möguleika á synjun vegna fötlunar eða hreyfihömlunar. Erfitt er að ættleiða, sérstaklega núna þar sem það skortir fjármagn í ættleiðingarkerfið og hæfniskröfur eru miklar. Löggjöf hérlendis getur verið hindrandi en einnig löggjöf ættleiðingarlandsins. Hugmyndin um hvað barni sé fyrir bestu hefur þar mikil áhrif, þegar ákveða á hvort umsækjendur séu hæfir. Hæft foreldri er líkamlega og andlega hraust samkvæmt ættleiðingarlöggjöfinni. Kostnaðarhlið ættleiðingarferlisins getur líka verið hindrandi fyrir hreyfi- hamlað fólk og ólíklegt er að það geti staðið fjárhagslega undir þeim kosnaði sem fylgir ferlinu. Síðan er það staðgöngumæðrun sem fatlaðar konur sem geta ekki átt börn ættu að líta til. Nú er starfandi nefnd sem er með þetta mál til skoðunar og það er mín von að við sem erum fötluð fáum að koma með okkar sjónarhorn fyrir nefndina. Þetta skiptir miklu máli þar sem þessi hópur gleymist í umræðunni. Mikið er rætt um konur sem eru leglausar eða hafa misst legið vegna veikinda en það er aldrei beint verið tala um hreyfihamlaðar konur í þessu tilfelli og mér finnst mikilvægt að benda á þetta atriði.“ Gefendur en ekki þiggjendur Í meistararitgerð sinni leggur Aðalbjörg áherslu á að fatlaðir eru ekki þiggjendir heldur gefendur. „Í flestum rannsóknum sem ég hef kannað kemur fram að fatlaðir geti ekki verið foreldrar þar sem þeir væru alltaf að þiggja þjónustu og þiggja aðstoð og þar sem þeir þurfa svo mikla aðstoð sjálfir þá geti þeir ekki gefið barninu það sem það þarf á að halda. Þessum skoðunum vil ég breyta, við þurfum öll á okkar nánustu að halda og auðvitað þiggja margir fatlaðir stuðning frá kerfinu og ættingjum eins og aðrir, en það á ekki við um alla fatlaða foreldra, sumir geta séð um allt sjálfir og oft er aðstoðin aðeins tímabundin eins og fyrstu mánuðina eftir barnsburð sem voru sumum konum erfiðir, þær voru orkulausar og þurftu stuðning en það var yfirleitt aðeins í skamman tíma. Það sem kom mér einnig á óvart í rannsókn minni var hversu vel foreldrarnir leysa úr öllu og finna lausnir. Foreldrar eru ótrúlega hugmyndaríkir þegar kemur að lausnum varðandi barnauppeldið og var gaman að sjá hversu lausnirnar voru vel útfærðar. Foreldrar höfðu pælt í þessu áður en barnið fæddist og voru tilbúin með lausnir og svo þegar rekist var á hindrun þá var farið yfir hvernig hægt væri að leysa það og er óhætt að segja að fatlaðir foreldra sem eiga börn eru mjög ábyrgir foreldrar sem þurfa oft að hugsa meira fram í tímann en aðrir foreldrra sem eru ófatlaðir. En það er ekki nóg að foreldrarnir komi með lausnir. Það skiptir foreldra mjög miklu máli að mæta jákvæðum viðbrögðum og fá þann stuðning sem þarf, t.d. þegar kemur að leikskólum þar sem aðgengishindranir fyrir fatlaða foreldra eru algengar, en í þeim tilfellum sem vandamálið kom upp hjá foreldrum í rannsókn minni þá var málið leyst á farsælan hátt. Það er svo mikið atriði að aðgengi sé í lagi hvort sem er á leikskólum, grunnskólum eða stofnunum svo fatlaðir forledrar geti tekið þátt í líf barna sinna á sama hátt og aðrir foreldrar.“ Aðalbjörg er að lokum spurð hvað nú taki við. „Nú er ég komin í frí frá námi og er að vinna á leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði og hef aukið aðeins við mig vinnuna. Svo ætla ég bara að sjá til hvað ég geri í framhaldinu, hvort ég fari í doktorsnám eða rói á önnur mið, á eftir að koma í ljós.“ -HK

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.