Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Side 17

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Side 17
17 Staðgöngumæðrun Í framhaldi af skýrslu vinnuhópsins þar sem vonast var til að þær upplýsingar og sjónarmið sem fram koma í skýrslunni geti orðið grundvöllur upplýstrar umræðu um hvort leyfa beri staðgöngumæðrun hér á landi og þá með hvaða skilyrðum var lögð fram á a þingi í janúar á þessu ári þingsályktunarttillaga af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og 17 öðrum þingmönnum þar sem lagt var til að velferðarráðherra skipi starfshóp sem semji frumvarp sem leggi til að Alþingi heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Í tillögunni eru ákveðin atriði sem vinnuhópurinn skal leggja áherslu á við vinnu sína og frumvarpsgerð. Þau lúta að siðferðilegum, læknisfræðilegum og lagalegum álitaefnum en eru þó ekki tæmandi talin enda ljóst að leita þarf til sérfræðinga við vinnuna og enn fremur skoða hvaða reglur gilda um staðgöngumæðrun erlendis. Þörfin fyrir staðgöngumæðrun Í þingsályktunartillögunni segir m.a. að þrátt fyrir gríðarlegar framfarir í læknavísindum með tæknisæðingum, glasafrjóvgunum og aðferðum til að vinna á frjósemisvandamálum hefur þörfin fyrir staðgöngumæðrun ekki horfið. Til er hópur kvenna/para sem ekki á neinn möguleika til að eignast eigið barn nema með aðstoð staðgöngumóður. Ástæður þess geta verið fjölmargar, svo sem meðfætt legleysi, krabbamein í legi og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, svo og skemmdir á legi eða legnám. Þá getur einnig verið að líkami konu þoli ekki meðgöngu og líf hennar yrði í hættu reyndi hún að ganga sjálf með barn. Flestir þekkja þá gleði sem fylgir því að eignast barn og ljóst er að löngunin til þess að eignast barn er ein sú sterkasta sem maðurinn upplifir. Í litlu landi eins og Íslandi er hópur kvenna eða para sem þarf á aðstoð staðgöngumóður að halda ekki stór, en er þó til staðar. Í fyrrnefndri skýrslu vinnuhóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins segir að líklega muni ekki fleiri en fimm pör eða einstaklingar hér á landi hafa þörf fyrir staðgöngumæðrun ár hvert. Háværar raddir hafa verið í þjóðfélaginu gegn staðgöngumæðrun, en skoðanakönnun sem gerð var fyrr á árinu tekur af allan vafa um vilja þjóðarinnar. Í könnuninn voru um 87% fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi. Einungis 13% voru andvíg. Könnunin var gerð í gegnum síma og 890 manns svöruðu. -HK Aðalbjörg Gunnarsdóttir, segir í viðtali í Klifur að staðgöngumæðrun sé úrræði sem fatlaðar konur sem geta ekki átt börn ættu að líta til. Starfandi er nefnd á vegum alþingis, sem er með þetta mál til skoðunar og er það von hennar að hreyfihamlað fólk fái að koma með sitt sjónarhorn fyrir nefndina. Hátt í fjögur ár eru síðan þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, skipaði vinnuhóp “til að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun hér á landi.” Í vinnuhópnum voru Guðríður Þorsteinsdóttir sviðsstjóri lagasviðs ráðuneytisins, Kristján Oddsson yfirlæknir og Ástríður Stefánsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Staðgöngumæðrun er hvergi heimil á norðurlöndum en löggjöf landanna er misskýr hvað þetta varðar. Í íslenskum og dönskum lögum er skýrt tekið fram að staðgöngumæðrun sé óheimil. Í löggjöf hinna Norðurlandanna eru hins vegar ekki jafn skýr ákvæði um bann við staðgöngumæðrun en önnur ákvæði leiða til þess að staðgöngumæðrun er óheimil. Hvað er staðgöngumæðrun? ,,Staðgöngumæðrun í víðum skilningi er þegar kona (staðgöngumóðir) gengur með barn fyrir par eða einstakling (verðandi foreldra eða foreldri) og hefur fallist á fyrir meðgönguna að afhenta þeim barnið eftir fæðingu”. Barnið getur verið líffræðilegt barn verðandi foreldra, en einnig getur verið stuðst við gjafasæði, gjafaegga eða bæði. Engin lántökugjöld út 15. mars 2013 Kynntu þér græn lán á ergo.is Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 www.ergo.is > ergo@ergo.is

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.