Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 22

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 22
22 36. þing Sjálfsbjargar „Ég er búinn að sitja nokkur lands- þing og mér er óhætt að segja að á þinginu í sumar hafi ríkt mjög góður samstarfsandi. Um leið létu þingfulltrúar í sér heyra, létu í ljós skoðanir sínar og umræður voru uppbyggjandi og um leið fjörugar. Í heildina lukkaðist landsþingið mjög vel og í lok þingsins voru allir í sama gírnum, að vinna að framgangi baráttumála okkar og að efla landsambandið sem mest. Það hafði einnig mjög góð áhrif að verið var að opna Þekkingarmiðstöðina á sama tíma og þingið var, sem er eitt stærsta framtak Sjálfsbjargar frá upphafi, opnunin hafði góð áhrif og gerði helgina enn stærri en ella,“ segir Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar lsf. og tekur fram að þær breytingar sem hafi orðið á rekstrinum hafi tekið mikinn tíma frá honum og sambandsstjórninni. Innra starf „Satt best að segja fór mikill tími hjá mér í innra starf sambandsins á síðasta kjörtímabili, eftir að farið var að sameina starfsemi sambandsins og Sjálfsbjargarheimilins, sem hefur tekist mjög vel og allir, held ég, sáttir við þær breytingar. Vegna þessa var minni tími til að vinna að öðrum málefnum, sem ég hefði þó viljað sinna af meiri festu, eins og að heimsækja félög úti á landi, en það var eitt af mínum helstu málum að rífa upp félögin úti á landi og endurvekja þau félög sem legið hafa í lægð. Okkur tókst að endurvekja tvö félög á Sauðárkróki og Ísafirði, en betur má ef duga skal og ég hafði ætlað mér meira í þessum málum og ferðir mínar út á land hafa ekki orðið jafn margar og ég hafði vonast eftir og ætla ég að reyna að bæta úr því á þessu kjörtímabili.“ Kjaramál og ferðaþjónusta Grétar Pétur tekur fram að eins og oft áður hafi kjaramálin verið ofarlega á baugi á þinginu. „Kjaramálin voru þingfulltrúum ofarlega í huga, bætur hafa ekki hækkað síðan 2008, en miðað við launaskrið og verðbólgu þá ættu bætur að vera 25% hærri en þær eru í dag. Annað mál sem er okkur mikið réttlætismál er ferðaþjónustan. Nú á að að fara að bjóða hana út, við á skrifstofunni höfum lagt okkur fram um að vinna að þessu máli, skrifað greinar og sent bréf, en því miður höfum við ekki náð tilætluðum árangri. Að mínu viti er verið að fara afturábak í bókun frá mannréttindaráði þar sem segir að sérúrræði þurfi fyrir fatlaða. Þetta er algjörlega á skjön við samning Sameinuðu þjóðanna sem stendur til að samþykkja hér á landi. Þar er hvergi minnst á að það þurfi sérúrræði fyrir fatlaða.“ Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga Grétar Pétur nefnir mál sem kom upp á þinginu og á örugglega eftir að hafa áhrif á starf landssambandsins í nánustu framtíð, en það er flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. „Þetta er mál sem Sjálfsbjörg setti nokkra fyrirvara við varðandi flutninginn, þar sem við töldum málið ekki nógu vel undirbúið. Enda er komið í ljós að það vantar meira fjármagn til málaflokksins. Mörg sveitarfélög standa ekki nógu vel og ráða illa við verkefnið. Það sem við erum hrædd við er að fatlað fólk fari að sogast á höfuðborgarsvæðið þar sem þjónustan er mest, sem er slæmt þar sem það á ekki að skipta máli hvar er búið, þjónustan á að vera sú sama alls staðar.“ Þekkingarmiðstöðin og baráttumálin ofarlega á baugi Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra sitt skína í flokknum Önnur mál, þar sem umræður fóru fjörlega fram í í bundnu og óbundnu máli, var komið að kosningum í framkvæmdastjórn og voru eftirtaldir kosnir til næstu tveggja ára. Grétar Pétur Geirsson, formaður, Andri Valgeirsson, varaformaður, Jón Heiðar Jónsson, ritari, Þorbera Fjölnisdóttir, gjaldkeri, Anna Torfa- dóttir, meðstjórnandi, Bergur Þorri Benjamínsson, 1. varamaður, Jón Eiríksson, 2. varamaður, Leifur Leifsson, 3. varamaður. Í lokaorðum við þingslitin sagði Grétar Pétur: m.a. þingið hafa verið ánægjulegt og jafnframt sérstakt vegna opnunar Þekkingarmiðstöðvarinnar og að spennandi tímar væru fram undan. Eftir setningu landsþings var komið að því að opna Þekkingarmiðstöðina Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar lsf. setti þingið.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.