Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 14
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Umskiptin núna eru alger – og verða ekki rakin til annars en að rögg- samur og trúverðug- ur foringi hafi tekið við stýrinu … Borgin þurfti, undir for- ystu borg- arstjóra, að draga ríkið bæði fyrir héraðsdóm og Hæsta- rétt til að fá það til að standa við samkomu- lagið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar- innar 685 fjölskyldur bíða eftir því að f lytja í Nýja Skerjó. Deiliskipulag byggðarinnar hefur hlotið lof erlendis og hér heima. Gert er ráð fyrir grænu neti opinna svæða og skemmtilegum göngu- leiðum í gegnum hverfið. Áhersla er lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga bílaumferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Uppbygging Nýja Skerjó hefur nú verið tafin í 7 mánuði. Fullyrt hefur verið að rekstraröryggi f lugvallarins skerðist verði af uppbyggingunni. En samkvæmt rannsóknum verkfræðistofunnar EFLU er það ekki raunin. Bornar voru brigður á þær niðurstöður og því fékk Isavia hollensku f lug- og geimferðastofnunina (NRL) til að skoða þetta nánar. Niðurstaðan er sú sama. Vandi vegna vindafars á f lugvellinum er viðráðanlegur. Ekki eru málefnalegar ástæður til að fresta uppbyggingunni (e. „However, it is concluded that the identified risk is manageable and should not block the development of the Nýi-Skerjafjörður residential area.“) Málið er á borði innviðaráð- herra og er búið að vera þar alltof lengi. Skipulag Nýja Skerjó byggir á samkomulagi við ríkið frá 2013 sem gerir ráð fyrir að borgin fái afsal og óskoraðan yfirráðarétt yfir landinu. Í samkomulaginu stendur að Reykjavíkurborg kappkosti að „skipulag verði vandað og að nýting landsins verði góð. Svæðið verður að megin- stefnu til skipulagt sem íbúðarbyggð“. Borgin þurfti, undir forystu borgarstjóra, að draga ríkið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt til að fá það til að standa við samkomulagið. Það er einstakt í sögunni. Reykjavíkurborg hefur skrifað undir samkomu- lag um vilyrði til lóðaúthlutunar í Nýja Skerjó til Bjargs íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar, Félagsstofnunar stúdenta og HOOS1, félags stofn- aðs til að byggja hagkvæmt húsnæði. Þessi áhersla á félagslega húsnæðisuppbyggingu, í bland við uppbyggingu á almennum markaði, er í samræmi við gildandi húsnæðisstefnu ríkis og borgar. n Tafir í Nýja Skerjó benediktboas@frettabladid.is Seinvirkt kerfi Búið er að ræða og rita alls konar um snjóinn sem bölvaður veður- guðinn henti ofan á götur og gangstíga borgarinnar og ætli sé ekki búið að stofna starfshóp til að skoða hvað fór úrskeiðis þegar átti að moka honum burt. Nú tekur annað við. Frostið. Bölvað frostið. Hvað þýðir það? Jú, að leikskólabörn geti ekki farið út að leika vegna meng- unar því gatnakerfið ræður ekki við umferðina. Borgaryfirvöld hvetja nú íbúa til að skilja bílinn eftir heima næstu daga og nýta sér strætó. Sem þýddi að margi eru seinir því nýja fína Klapp- appið er svo seinvirkt. Skipun að ofan Flestir íbúar borgarinnar og jafnvel gestir hennar einn- ig hafa ekkert verið alltof sáttir við hvernig borgin hefur tæklað snjóinn. Íbúagrúppur á Facebook loga stafnanna á milli af Indriðum úr Fóstbræðrum sem spyrja: Hver á að moka bílinn minn út? Er það ég? En nú hefur borgin beðið þessa sömu Indriða að skilja bílinn bara eftir svo mengunin fari ekki yfir heilsufarsmörk. Vinna helst bara heima, prófa að sameinast um bíla, nú eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Gallinn er að það er ekki hægt að notast við aðra vistvæna samgöngumáta. Stígarnir eru nefnilega ófærir. n FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Hver skoðanakönnunin af annarri sýnir fram á mikla fylgisaukningu Samfylkingarinnar eftir að Krist- rún Frostadóttir tók við stjórnar- taumunum í jafnaðarflokknum þeim arna, en í sumum þeirra er flokkurinn ýmist á pari við Sjálfstæðisflokkinn eða jafnvel fyrir ofan hann í vinsældum. Þetta eru viðbrigði fyrir Samfylkingar- fólk sem hefur horft upp á flokk sinn í sárum um árabil, einkum og sér í lagi eftir þing- kosningarnar 2016 þegar innan við sex prósent kjósenda greiddu flokknum atkvæði sitt og eftirtekjan var þrír þingmenn, þar af enginn á höfuðborgarsvæðinu. Lengi vel eftir þær búsifjar í koti kratanna virtist Eyjólfur bóndi ekkert ætla að hressast. Mannaskipti í brúnni skiptu litlu sem engu, en fimm árum eftir þennan téða kosningaósigur mældist flokkurinn enn þá undir tíu prósentum í fylgiskönnunum. Umskiptin núna eru alger – og verða ekki rakin til annars en að röggsamur og trúverðugur foringi hafi tekið við stýrinu með athyglis- verðum áherslubreytingum sem öðru fremur opna og víkka málefnaskrá fylkingarinnar í stað þess að hlaða hana afarkostum. Þessi tilraun Kristrúnar Frostadóttur, sem ýmsum þótti býsna áræðin, ef ekki bíræfin, og vera líka til marks um að hún hefði tekið hressi- lega í hnakkadrambið á flokknum, hefur, að því er virðist, tekist með ágætum. Og það er auðvitað til marks um ferskleikann sem henni fylgir að hún segist ekki vilja laða til sín óánægjufylgi heldur ánægjufylgi. Hér er talað á nýjum nótum. En það er langt til næstu þingkosninga, að öllum líkindum. Og þó ekki væri sakir annars en að stjórnarflokkarnir eru að berjast við innan- tökur. Þeir hafa enga hagsmuni af því að kljúfa sig hver frá öðrum. Samkvæmt hverri könnun- inni af annarri hafa þeir klárlega tapað meiri- hlutafylgi sínu á þingi – og að minnsta kosti tveir þeirra, Framsókn og VG, eru augljóslega að sjá á eftir kjósendum sínum yfir til Samfylkingarinn- ar, sem aukinheldur er að gera Viðreisn lífið leitt. Þessar síðustu kannanir sýna ekki einasta að tveggja turna mynstrið er aftur komið til sögunnar í íslenskri pólitík, að minnsta kosti um stundarsakir, með tvo flokka með yfir tuttugu prósenta fylgi, nokkra flokka í kringum tíu pró- sentin og annan eins slatta við fimm prósentin. Þær sýna líka ítrekað að samanlagt fylgi hægri flokka á Íslandi, Sjálfstæðisflokks og Við- reisnar, mælist undir þrjátíu prósentum. Það eru tíðindi. n Pólitísk tíðindi Skoðun FréTTablaðið 5. janúar 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.