Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt Bílablaðið Afeela er framleiðslubíll sem kom út úr samstarfi Sony og Honda. 2 fréttablaðið/E Pa 11. janúar 2023 Castrol Edge er frábær kostur fyrir ökumenn sem vilja bestu mögulegu blöndu af vörn og afköstum. Sterk olíufilma dregur úr núningi og sliti og er sérhönnuð til að standast betur álag og háan hita. Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Hámarks afköst og sterkari undir álagi Nýr Nissan X-Trail verður kynntur í næsta mánuði og var þess vegna reynsluekið. 6 Framtíðin fönguð á CES CES-tæknisýningin var fyrst haldin 1967 og þar hafa margar tækni- nýjungar, sem við köllum nú sjálf- sagðar, verið frumsýndar. Bíla- framleiðendur hafa á síðustu árum frumsýnt þar nýjungar í rafbílum og aldrei eins margar og núna. BMW i Vision Dee tilraunabíllinn vakti athygli á CES-sýningunni fyrir framrúðuskjá sinn. 2 KYNN INGARBLAÐ ALLTMIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2023 Adda Soffía segir hár sitt aldrei hafa verið jafn sítt og þykkt eins og eftir að hún fór að taka inn Age Rewind frá Feel Iceland. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Fann sína hillu í háloftunum  Adda Soffía Ingvarsdóttir, snyrtifræðingur og flugfreyja, var aðeins tíu ára þegar hún fór að hreinsa húð sína kvölds og morgna. Hún notar eigin orku til að búa til enn meiri orku og þakkar Feel Iceland kollageni fyrir þykkt og fallegt hár, sem og afbragðs liðheilsu. 2 Þótt margir karlar taki til hendinni heima fyrir þá eru þeir í minnihluta.  elin@frettabladid.is Samkvæmt nýrri breskri rannsókn skynja konur og karlar hlutina öðruvísi þegar kemur að heimilis- þrifum. Vísindamenn benda á að þótt ekki hafi verið búið um rúmið, spegillinn sé blettóttur og leyfar af gömlu tannkremi á vask- inum virðist karlinn, sem er einn heima, ekki taka eftir þessu. Rannsakendur hjá Cambridge- háskólanum á Englandi segja að karlar sjái þetta en skynji samt ekki að eitthvað þurfi að gera. Þeir bæta við að uppeldið eða samfélagið gæti verið orsökin. Rannsóknin var gerð til að finna út hvers vegna jafnrétti er ekki meira á heimilum nútímafólks.Ekkert breyttist í heimsfaraldri Í grein sem birtist í Philosophy and Phenomenological Research er tekið dæmi. Það eru diskar í vask- inum en vandamálið er að þessi staðreynd hefur ekki sömu áhrif á karl og konu. Hún lítur á þetta sem boð til aðgerða en hann finnur ekki hjá sér hvöt til að sinna verk- efninu. Í tveggja ára heimsfaraldri þar sem hjón vörðu mestum tíma heima breyttist lítið.Þau hafa bæði mótast af umhverfi sínu og uppeldi og skynj- unin er því ekki sú sama. Hins vegar er hægt að breyta hvernig við skynjum umhverfið með með- vituðu átaki. Það þarf að hvetja karlmenn enn frekar til að standa gegn kynbundnum viðmiðum til dæmis með lengra fæðingarorlofi feðra. n Margir karlar skynja ekki óþrif Alla dagagegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 14 Albert segir Harry tvísaga í bók sinni 7 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | M I ð V I K U D A g U R 1 1 . j A N ú A R 2 0 2 3 Fréttir | | 2 LíFið | | 18 LíFið | | 16 | Fréttir | | 4 Jón til Gnarristan Ég hélt að fólkið þarna vildi drepa mig Skiptir máli að fólk fái blaðið sitt Undirbúningur að deiliskipu- lagi fyrir nýtt glæsihótel við Skálafell er hafinn, en það verður ný vídd í ferðaþjón- ustunni hér á landi, að sögn borgarstjóra sem undirritaði viljayfirlýsingu um uppbygg- inguna fyrr í vikunni. ser@frettabladid.is FE RðAÞjÓNUS tA Forráðamenn malasíska félagsins Berjaya Land Berhad, sem keyptu Icelandair hót- elin af samnefndu f lugfélagi árið 2019, stefna að því að reisa rúm- lega tvö hundruð herbergja fimm stjörnu lúxushótel í landi Stardals við Skálafell á næstu misserum. Viljayfirlýsing liggur fyrir á milli Reykjavíkurborgar og hótelkeðj- unnar um kaup á svokölluðu Kýr- hólslandi, sem er hluti Stardals- ins, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en hún var undir- rituð í byrjun vikunnar. Hann segir undirbúning að deiliskipulagi fyrir svæðið þegar vera hafinn. „Þetta eru stórhuga áform, og þetta verður stór vinnustaður,“ segir Dagur sem fullyrðir jafnframt að um nýja vídd í ferðaþjónustu hér á landi verði að ræða. „Hótelið allt verður afar glæsilegt með alls konar afþreyingarkostum, en meðal annars verður reist stórt baðlón á staðnum – og í kring verða heils- árs útivistarmöguleikar sem munu verða opnir almenningi jafnt sem hótelgestum.“ Staðsetning hótelsins er í jaðri græna trefilsins í Esjuhlíðum og uppbygging þess er að sögn borgar- stjóra háð skilyrðum af hálfu borg- aryfirvalda um að starfsemin falli vel að náttúrunni og verði á allan máta umhverfisvæn. „Þetta eru að mínu mati mikil tíðindi í ferðaþjónustunni,“ segir Dagur, „en með tilkomu Edition- hótelsins við Austurhöfn og þessa nýja hótels við Skálafell eru Íslend- ingar að komast á kortið hjá betur borgandi ferðamönnum í heim- inum sem mun örugglega bæta hag og kjör starfsmanna í ferðaþjón- ustunni hér á landi,“ segir Dagur B. Eggertsson. n Ætla að reisa fimm stjörnu lúxushótel við Skálafell Þetta eru að mínu mati mikil tíðindi í ferða- þjónustunni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Hough leikur Beethoven MIÐASALA Á SINFONIA.IS 12.01 | 19:30 Sævar Daníel Kolandavelu er öryrki sem vinahjón hafa skotið skjólshúsi yfir en átta ára dóttir þeirra gekk úr rúmi fyrir hann. Herbergið er fimm fermetrar. Hann segir heilbrigðiskerfið hafa gefist upp á sér. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Ísland orðið „biðlistaland“. Sjá Síðu 4 FréttABLAðið/Pétur FjeLdSted Örkumla í fimm fermetrum VIðSKIPtI Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mjög alvarlegt að langtíma- fjárfestar, almenningur og grand- varir eigendur Íslandsbanka verði að sæta því að bankinn þurfi að borga mjög háa sekt vegna lögbrota. Bankinn hefur tilkynnt að í frum- mati fjármálaeftirlits Seðlabankans á framkvæmd útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra komi fram að FME telur Íslandsbanka hafa brotið lög. Hún segir það nánast vera viður- kenningu á lögbroti af hálfu bank- ans að taka þátt í sáttameðferð með FME. Í reglum um sáttameðferð FME kemur fram að viðurkenning sektar sé forsenda sáttar. Stjórnendur Íslandsbanka neita að tjá sig um málið á meðan það er í sáttaferli. FME hefur víðtækar viðurlagaheimildir vegna brota eftirlitsskyldra aðila og ber jafn- framt að kæra til lögreglu séu brot alvarleg. Þá getur FME undir vissum kringumstæðum vikið stjórnend- um úr starfi. Sjá Síðu 8 Staðfestir lögbrot

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.