Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 2
Playþota bíður eftir að finnast í blaði dagsins. Fréttablaðið/Ernir gar@frettabladid.is leikur Nýr gjafaleikur Play og Fréttablaðsins sem hófst í blaðinu á laugardaginn hefur fengið frá- bærar undirtektir lesenda. Næstu fjórar vikur eiga lesendur kost á að vinna fjögur eitt hundrað þúsund króna gjafabréf frá Play, eitt í hverri viku. Eina sem þarf að gera er að finna þotu frá Play sem falin er einhvers staðar í hverju tölublaði Fréttablaðsins, skrá sig til leiks og segja á hvað síðu þotan er. Mestu möguleikana á vinningi eiga vitanlega þeir sem finna þot- una á hverjum degi og eiga þannig öll svör vikunnar í pottinum þegar dregið verður úr réttum lausnum. Minnt er á að þeir sem ekki komast í prentað eintak af Frétta- blaðinu geta flett því á vef blaðsins, frettabladid.is, og þannig fundið Playþotuna sem gæti orðið lykill að ferðalagi út í heim. Sjá síðu 17. n Mikill áhugi á gjafaleik Play Gamlir vinir kankast á Það var létt yfir umhverfiserindrekunum John Kerry og Ólafi Ragnari Grímssyni í gær þegar þeir hittust í Abu Dhabi. Engu er líkara en að Kerry sé reiðubúinn að berjast við Ólaf – allavega gefa honum gott högg í öxlina. Þeir félagar eru á Heimsþingi hreinnar orku þar í landi en ráðstefnan tekur þrjá daga. Fréttablaðið/EPa - einfaldara getur það ekki verið! Guðrún Aspelund sóttvarna- læknir segir ekki mikið áhyggjuefni að XBB.1.5 hafi greinst hér á landi. Afbrigðið valdi ekki meiri veikindum en önnur sem í gangi eru en það sé þó afar smitandi. Ekki sé hægt að útiloka alvarlegri afbrigði síðar. birnadrofn@frettabladid.is COViD-19 Nýtt undirafbrigði Omík- ron-af brigðis kórónuveirunnar hefur greinst hér á Íslandi og um alla Evrópu. Af brigðið ber heitið XBB.1.5. og er samkvæmt sóttvarnastofnun Evrópu eitt það mest smitandi hingað til. Guðrún Aspelund sótt- varnalæknir segir ekki ástæðu til að vera með sérstakar áhyggjur eða aðgerðir vegna þess. „Þetta af brigði hefur ekki breitt mikið úr sér í Evrópu. Fólk hefur áhyggjur af því að þetta komi sér meira undan ofnæmiskerfinu, sé mjög smitandi, en við höfum ekki orðið vör við meiri veikindi út af þessu afbrigði,“ segir Guðrún. Hún hvetur þó öll, og þá sérstak- lega þau sem náð hafa 60 ára aldri, til að fá bólusetningu. „Fólk getur fylgst með sínum bólusetningum inni á Heilsuveru og við hvetjum sérstaklega þau sem eru orðin 60 ára og eldri til að fara í sprautu þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu á undan,“ segir Guðrún. Hún hvetur fólk einnig til þess að fara í PCR-próf ef það hefur fengið jákvætt heimapróf eða ef grunur er um Covid-smit. „Þannig fáum við hugmynd um útbreiðsluna hér og fáum sýni til að raðgreina,“ segir Guðrún en með raðgreiningu er hægt að fylgjast með þeim afbrigð- um sem greinast hér. Spurð að því hvort enn sé mögu- leiki á því að nýtt stökkbreytt af brigði, sem myndi kalla á hertar sóttvarnaraðgerðir, geti skotið upp kollinum segir Guðrún svo vera. „Okkur finnst enn ástæða til að fylgjast með þessu og alþjóðlegum stofnunum finnst það líka, sá mögu- leiki er alveg til staðar,“ segir hún. „Við erum auðvitað að vona að af brigði sem ekki veldur miklum eða meiri veikindum verði það sem tekur yfir en hitt er alveg mögulegt,“ bætir hún við. XBB.1.5. greindist fyrst í norð- austurhluta Bandaríkjanna og hefur breiðst hratt út þar. Þann 11. janúar síðastliðinn hafði afbrigðið greinst í 38 löndum í heiminum, langflest tilfellin voru í Bandaríkjunum, yfir 80 prósent þeirra. Ef grunur leikur á smiti eða ef ein- staklingar eru með einkenni er hægt að skrá sig í sýnatöku á Heilsuveru eða með því að hringja í heilsu- gæsluna. Á Íslandi notar heilsugæslan PCR- eða hraðpróf til að greina Covid og á vefnum covid.is er tekið fram að sjálfspróf sem hægt er að kaupa í búðum séu almennt ekki talin áreiðanleg, jákvæða niðurstöðu úr þeim þurfi að staðfesta hjá heilsu- gæslu. n Segir enn vera möguleika á alvarlegra afbrigði Covid Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara í bólusetningu, sérlega þau sem eru orðin 60 ára. Staða bólusetninga er á innri vef Heilsuveru. Fréttablaðið/anton Guðrún Aspel- und, sóttvarna- læknir benediktboas@frettabladid.is StjórnSýSla Starfshópur á vegum dómsmála-, heilbrigðis- og umhverf- is- og auðlindaráðherra sem átti að skoða mengun vegna flugelda vildi skipa annan starfshóp til að vinna tillögur um fjármögnun björgunar- sveita. Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra hefur tekið ákvörðun um að skipa ekki annan starfshóp um málið. Treystir að starfshópurinn sem var skipaður í janúar árið 2020 geti skilaði tillögum um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna meng- unar af völdum flugelda og vinna tillögur um fjármögnun björgunar- sveita. Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn frá Andrési Inga Jóns- syni um aðgerðir vegna mengunar af völdum skotelda. Að mati Jóns er mikilvægt að samráð eigi sér stað áður en teknar eru ákvarðanir sem gætu haft áhrif á getu björgunar- sveitanna til að sinna sínum verk- efnum. Í framhaldi af því verður tekin afstaða til þeirra tillagna sem lagðar voru fram og ákvörðun um næstu skref. n Starfshópur vildi annan starfshóp Sala skotelda er langstærsti hluti fjáröflunar björgunarsveita á Íslandi. 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.