Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 13
okkar í hópfimleikum hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari og u-18 liðið okkar tvisvar. Þetta er árangur sem stærri nágrannaþjóðir okkar myndu stæra sig af. Það sem ekki allir vita er að landsliðsfólk í fimleikum er ekki einungis tilbúið að leggja á sig allar þær klukku- stundir sem þarf til að skara fram úr, heldur borgar það einnig með sér í landsliðsverkefnin. Það æfir á föstudags- og laugardagskvöldum, þar sem að fimleikahús landsins eru smekkfull og landslið okkar eru upp á velvild félaganna komin til að fá æfingatíma. Fimleikasambandið er félögum gríðarlega þakklátt, en nú erum við komin að þolmörkum. Þær 1.500 klukkustundir sem FSÍ nýtti í félögunum á síðasta ári, eru klukkustundir sem iðkendur félag- anna hliðra til í sinni þjálfun fyrir landsliðsstarfið okkar og liggur það í augum uppi að slíkt er engin langtímalausn. Nú er hætt við að sú staða komi upp að landsliðin okkar verði heimilislaus ef ekki verður bætt úr, eins og önnur sérsambönd hafa verið að benda á í sínu lands- liðsstarfi. Öf lugur hópur hefur verið að störfum í kringum Fimleikasam- bandið á þessari vegferð, öf lugir þjálfarar, dómarar, fagteymi, fag- nefndir og fjöldinn allur af sjálf- boðaliðum sem hafa lagt á sig þrotlausa vinnu í þágu íslenskra f imleika. Félögin okkar halda áfram að stækka, eflast og nútíma- væðast þar sem fólkið vinnur með hjartanu og ástríðan fyrir íþróttinni er í forgrunni. Menntun og fræðsla er grunnurinn að starfinu, gleði og nám verður að fara saman til að ná árangri. Sú staðreynd á alltaf við, líka í skólakerfinu okkar, ungt fólk sem hreyfir sig og hefur gaman nær betri árangri. Stjórnvöld hafa sett sér það mark- mið að allir Íslendingar verði með- vitaðir um ábyrgð á eigin heilsu, þar er horft til næringar, hreyfingar og geðræktar. Eins má sjá í stjórnar- sáttmálanum markmið um að jafna kynjahlutföll innan íþrótta- hreyfingarinnar. FSÍ tekur hlutverk sitt í að styðja við stjórnvöld í þess- ari markmiðssetningu alvarlega, því eins og alkunna er fela fimleikar í sér einn þann besta grunn sem hægt er að tileinka sér á þeirri veg- ferð sem hreyfing alla ævi er. Heilsa eins er okkar allra hagur! Það er erfitt að finna orð sem lýsa því stolti, þeirri aðdáun á fólkinu okkar og þeirri gleði sem það hefur verið að fá að taka þátt í þeirri veg- ferð sem Fimleikasambandið hefur verið á. Vegferð sem mun skila sér í betra umhverfi fyrir fimleikafólk til framtíðar, því um leið og það gerist erum við líka að tryggja það að íslenska íþróttahreyfingin verði ríkari en ella. Áhugaverðar staðreyndir um fimleika Fimleikar eru langstærsta innan- húss íþróttagrein landsins, fim- leikar eru ekki minnihlutahópur heldur breiðfylking sem starfar um allt land. Sveitarfélögin hafa í auknum mæli verið að mæta þörf- um þessa stóra hóps með byggingu fimleikaaðstöðu. Þegar fimleika- hús hafa verið byggð þá hafa þau alltaf fyllst, en um leið gert skipu- lag íþróttastarfsins í bæjarfélaginu í heild sinni fjölbreyttara, auðveldara og aðgengilegra. Þegar við skoðum konur sérstak- lega í 5 stærstu innanhúss-íþrótt- unum sjáum við að um helmingur þeirra eru í fimleikum. Svo er það framtíðin, rúmlega 40% þeirra sem stunda innan- hússíþróttir koma úr fimleikum og því mikilvægt að við hugsum til framtíðar og gerum vegferð þeirra sem besta innan íþróttahreyfingar- innar. n Fimleikar eru lang- stærsta innanhúss- íþróttagrein landsins. Undanfarin ár hefur landslag íslenskra fimleika breyst, eða rétt- ara sagt umturnast. Nú er það svo að Fimleikasamband Íslands (FSÍ) er orðið eitt af stærstu sérsamböndum landsins, þriðja hver stúlka 18 ára og yngri í landinu okkar er skráð í fimleika. Sérstaða Fimleikasam- bandsins felst einna helst í því að við erum eina sambandið þar sem konur draga vagninn. Á síðustu 15 árum hefur iðkendafjöldi í fimleik- um tvöfaldast sem er metfjölgun innan íþróttahreyfingarinnar, þar sem iðkendur fóru úr rúmlega 7.000 í rúmlega 14.000. Öll fimleikahús á landinu eru yfirfull og biðlistar eru orðnir áskorun í langflestum félögum landsins . Á sama tíma hefur fjöldi stráka í fimleikum fjór- faldast sem hefur einnig verið eitt af stóru markmiðum sambandsins í þessari miklu vaxtarkúrfu, því jafn- réttisbaráttan hefur jú sínar ýmsu birtingarmyndir. Sambandið hefur fjölgað viðburðum fyrir keppendur með sérþarfir og á síðasta ári fóru yfir 100 heldri borgarar í verkefni erlendis á vegum FSÍ. Síðasta áratug hefur íslenskt fim- leikafólk í áhaldafimleikum reglu- lega unnið sér keppnisrétt á HM og á Ólympíuleika, kvennaliðið Fimleikar fyrir alla, alla ævi, því að það er okkar allra hagur Sólveig Jónsdóttir framkvæmda- stjóri Fimleika- sambands Íslands N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% Fréttablaðið skoðun 1317. janúar 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.