Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 14
Framherjinn öflugi frá Venesúela, Daniela Wallen, hefur leikið vel með Keflvíkingum síðustu þrjú tímabil. Daniela svar- aði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Enga sérstaka en það er nauðsyn- legt að taka smá smá lúr fyrir leik. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði þegar ég var fimmtán ára og ég valdi körfubolta af því að það er íþróttin sem báðir foreldrar mínir elska og spiluðu áður. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan – engin spurning. Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Ég gæti valið tvö atvik en ætla að velja leikinn sem ég spilaði eftir að mamma mín lést, ég spilaði frábærlega henni til heiðurs og var óstöðvandi á vellinum. Hver er besti samherjinn? Þessa stundina eru það Katla [Rún Garð- arsdóttir] og Dalla [Salbjörg Ragna Sævarsdóttir]. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Ég held að öll lið sem við spilum gegn séu erfið, hvert lið hefur ólíkan leikstíl og styrk sem gerir keppnina erfiða. Fyrir mér erum við sjálfar erfiðasti andstæðingurinn, þess vegna verðum við að leggja hart að okkur á hverjum degi til að verða betri. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Læra af mistökunum. Hvert stefnir þú sem íþrótta- maður? Stöðugt að bæta mig. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Diana Taurasi, Candace Parker, A’ja Wilson, Lindsay Whalen og ég. Fjölskylda/maki: Ekki enn. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Það stærsta var að útskrifast úr háskóla. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Ég teikna eða bara spila PlayStation. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Kaupi mér nýja skó, ég elska skó. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lasagna. Ertu öflug í eldhúsinu? Ég get alveg sagt að ég búi yfir hæfileikum í eldamennsku – en það er ekki með því skemmtilegasta sem ég geri. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég held ekki. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Þegar fólk lýgur að mér. Iðavellir 9c // 230 Reykjanesbær // Sími: 421 8085 // bilaver@bilaver.is ATVINNA Óskum eftir BIFVÉLAVIRKJA eða vönum VERKSTÆÐISMANNI til starfa. Umsóknum er svarað netfanginu bilaver@bilaver.is Nauðsynlegt að taka smá lúr fyrir leik Michael Jordan er sá besti að mati Daniela. Morillo í leik með venesúelska landsliðinu í Ameríkukeppninni á síðasta ári. TREYJA NÚMER: 6 SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja auglýsir uppstillingarnefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. apríl 2022. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til uppstillingarnefndar STFS, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ eigi síðar en 20. mars 2022. Tillögum skal fylgja; nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillingarnefnd HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR NAFN: ALDUR: DANIELA WALLEN 26 ÁRA STAÐA Á VELLINUM: FRAMHERJI [FORWARD 3/4] MOTTÓ: GUÐS TÍMI ER FULLKOMINN Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Leikskólinn Holt – Deildarstjórar Leikskólinn Holt – Leikskólakennarar Duus Safnahús – Upplýsingagjöf og sýningagæsla Velferðarsvið – Dagdvöl aldraðra Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri skrifstofu Vinnuskóli – Flokkstjórar Vinnuskóli – Sérverkefna flokkstjóri Vinnuskóli – Skrúðgarða flokkstjóri Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Starf við liðveislu sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.