Alþýðublaðið - 20.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Hin heimsfrægu sjómanna- og verkamannaföt með norsku sniði með hnappalausum treyjum höfum við nú í stóru úrvali. Tilbúið úr bláu Nankini, blágrátt Nan- kin, Tvist, Parellas o. fl. :: :: :: :: :: Ileimasaumað. íslenzk iðn. Heildsala. Smásala. Markús Einarsson d Co. Simi 950. laugaveg 44. Simi 950. Með 2Olo afslætti seljast nú í nokkra daga hinir ágætu V atnsleðursklossar hjá B. Chouillou, Hafnarstr. 17. Stfóruarliattur var tekinn í misgripum á Dagsbrúnarfundi í fyrradag, en eftir var skilinn ann ar hattur, óstjórnlegur. — Þetta óskast leiðrétt á afgreiðslu Alþbl. Peningabadda tapiðist af Bergstaðastræti niður f bæ. Skil- ist gegn fundarlaunum á afgreidslu Alþbl. hús, öll biksvört að utan, hvar sem litin eru. Hvernig þau líta út að innan, er mér ekki kunnugt um. En maður skyldi þó ætla, að þær íbúðir séu bænum til sóma og öðrum til fyrirmyndar. Og nú er bærinn að láta byggja 2 eða 3 hús norðan í Skólavörðuholtinu, í aamráði við Byggingarfél. Reykja- víkur, og er það vel farið. En betur má, ef duga skal. (Frh.). G M. Dalberg. Xoli konnngur. Eftir Uplon Sinclair. (Frh.). Af hendingu hafði Mike Siko- ria verið að vinna í námunda við hann og hafði verið einn þeirra er grófu ofan af honum. Svert inginn, sem mokaði upp f vagna Mike, hafði verið of ákafur f að ná nokkrum steinum ofan af hon- um og hafði laskað á sér hend- ina, svo að hann var ófær til vinnu í einn eða tvo mánuði. Mike sagði Halli frá þessu, á hrognamáli sínu. Það væri hræði- legt að sjá mann liggja svona aepandi og veinandi af kvölum og með augun því nær gengin út úr höfðinu af angist. Til allrar ham- ingju var þetta ungur maður, sem átti engan að. Hallur spurði, hvað gert yrði af líkinu; það átti að grafa það dagrnn eftir. Félagið átti lands- spildu Iengra inn í dalnum. »Fer þá engin líkskoðun fram?“ spurði Hallur. „Líksko8un?“ át hinn eftir. „Hver skrattinn er það nú?“ „Eiga yfirvöldin ekki að skoða líkið?" Slavokin gamli ypti öxlum; ef einhver yfirvaldsnefna væri í daln- um þeim arna, þá hefði hann aldrei séð hann. Og hann væri búinn að vinna í fjölda mörgum námum, hefði séð marga menn grafna. „Settu hann í kassa og grafðu gjótu“, þannig lýsti hann sögunni þeirri. „Kemur ekki presturinn held- ur?“ „Presturinn er altof langt í burtu". Seinna spurðist Hallur fyrir um þetta meðal hinna enskumælandi manna og frétti að yfirvöldin mættu stundum, settu kviðdóms- nefnu, sem þeir sætu í Jeff Cott- on, lögregluþjónninn og Predo- vitsch, galliski giðingurinn, sem var í þúð félagsins, og svo einn eða tveir skrifstofuþjónar af skrif- stofu félagsins, ásamt nokkrum meksfkönskum verkamönnum, sem höfðu enga hugmynd um, hvað væri að gerast, þessi réttur skoð- aði líkið, yfirheyrði nokkra menn, sem sögðu hvað skeð hafði og svo var þessi úrskurður kveðin upp: „Hinn látni er drepinn af hruni námunnar, sem óvarkárni hans sjálfs var orsök í“. (Eitthvert sinn höfðu þeir bætt þessu við til frekari áréttingar: „Engir ættingj- ar og fjandi fáir vinir") fást í flljdðfærahúsinu, Laugaveg 18 B. (Við hliðina á Apotekinu). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.