Rökkur - 01.12.1930, Side 6

Rökkur - 01.12.1930, Side 6
116 R 0 K K U R sem Albert konungur hélt, komst hann m. a. svo að orði: „Þjóðir, ekki siður en einstak- lingar, verða að læra af reynslu liðna tímans, — byggja fram- tíð sína á henni. Við verðum að vinna að því, að innanlands- friðurinn lialdist, en jafnframt gæta öryggis lands vors og vera sífelt á varðbergi, enda þótt öfluglega sé unnið að alheims- friði. Belgíumenn óska þess lieilhuga, að samkomulag náist unj allsherjar afvopnun með öllum þjóðum.“ Fyrir 14 árum var Belgía í óvinahers liöndum. Þykir inönnum nú, sem ræst hafi spádómur Mercier’s kardínála, en hann lét svo um mælt, er lier Þjóðverja hugðist mundu taka París herskildi, og var á leið þangað: „Að fjórtán árum liðnum verða dómkirkjur vor- ar risnar úr rústum. Ivirkju- klukkum verður liringt um ger- valt landið, sem tákn þakklæt- is þjóðarinnar fvrir endurfeng- ið frelsi.“ Framtíð Kína. Innanlandserjur lialda áfram í Kína. Um mánaðamótin júlí og ágúst var tónninn sá í mörg- um erlendum blöðum, að búast mætti við að kínverskum kom- múnistum mundi takast að hrifsa völdin í landinu í sinar hendur. Það er þjóðernissinna- stjórn, sem nú fer með völd í Kína, oftast kölluð Nanking- stjórnin, og er Chiang-Kai-Shek forseti hennar og æðsti stjórn- andi landsins. Hann hefir kom- ið meiru til leiðar í þá átt en nokkur maður annar, að sam- eina Kínverja. En Nanking- stjórnin á við marga effiðleika að stríða. Feng-Yuh-Sang, — „kristni hershöfðinginn“ svo kallaði, -— valdagjarn maður, sem vill framar öllu ná æðstu völdum í landinu í sínar hend- ur, hefir svikið loforð um að hætta hernaði og fara úr landi. Hann hefir safnað um sig her manns og lætur ófriðlega. Kom- múnistar vilja auðvitað þjóð- ernisstjórnina feiga og mynd- uðu fyrir nokkuru síðan verka- lýðsstjórn í Changsa og söfnuðu saman her sínum á þeim slóð- um. Snemma í ágúst bárust fregnir um að stórorustur væri í aðsigi og undir úrslitunum væri framtíð Nankingstjórnar- innar komin. En af orustunum hefir ekki enn orðið, enda komu flóð mikil á hinu fyrirhugaða orustusvæði, menn fórust í þús- undatali og mikið tjón varð á mannvirkjum. I þetta skifti tóku náttúruöfl- in í taumana. En hverjar eru þá líkurnar fyrir því, að Nanking-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.