Rökkur - 01.12.1930, Page 11
R Ö K K U R
121
Skrímslissagan.
(Frakkneskt æfintýri).
Þýtt hefir Stgr. Th.
Einu sinni var kaupmaSur nokk-
ur rikur; hann átti þrjár dætur, er
allar voru hinar fríÖustu, en hin
yngsta var samt ■ fríöust, enda hét
hún líka Fríða. En þa'Ö var ekki
eingöngu það, að hún var fríðust
þeirra systranna, hún var líka betri
í sér en báðar hinar, því þær voru
drembnar og stórlátar og gerðu
ekki annað allan daginn en að
stássa sig og ganga sér til skemt-
unar.
Einu sinni þurfti kaupmaðurinn
að fara langferð í verslunarerind-
um, og er hann kvaddi dætur sin-
ar þá beiddu báðar hinar eldri
hann að færa sér nýja kjóla, knipl-
inga og skartgripi. Sú yngsta bað
ekki um neitt.
„Og hvað á eg að færa þér?“
spurði faðirinn loks.
„Nú, ef þú endilega vilt koma
með eitthvað handa mér,“ svaraði
hún, „þá láttu það vera rós.“
Nú leggur kaupmaður af stað, en
er hann var kominn í hafnarborg-
ina, þangað sem förinni var heitið,
þá höfðu skuldheimtumenn hans
þegar lagt löghald á vörurnar í
skipi hans, því er komið var aö
landi; sá hann þá ekki annað fyr-
ir, en að hverfa aftur við svo búið
jafn tómhentur og hann hafði kom-
ið. Á leiðinni viltist hann inn i
dimman og þykkvan skóg. Nóttin
datt á og hvesti og gerði kafalds-
byl með frosti, svo að kaupmaður
bjóst ekki við öðru en að hann
mundi þar lífi týna, annaðhvort af
kulda eða hungri, eöa þá að hann
yrði úlfunum að bráð, sem hann
heyrði þjóta þar alt í kring. En alt
í einu sá hann, að hann var kom-
irin inn i löng trjágöng og grilti
í ljós langt í burtu, þar sem þau
enduðu.
Hugsaði hann þá með sér, að þar
sem ljós væri, þar hlytu menn að
vera fyrir, og reið hann á ljósið og
kom að skrautlegri höll, sem lýst
var ótal ljósum. Lofaði kaupmaður
guð fyrir, aö hann hafði fundið
náttstað og reið hann svo óhikað
inn i hallargarðinn. En ekkert
manna var þar fyrir. Fer kaupmað-
ur þar af baki, og hesturinn, sem
sá þar opið hesthús, fór óðara þar
inn, fann þar fulla jötu af höfrum
og reif í sig fóðrið með græðgi. Nú
sem hesturinn hafði sjálfur séð
svona fyrir sinni þörf, þá gekk
kaupmaðurinn inn í höllina. Voru
þar öll herbergi bjartlega lýst, en
ekki sást þar nokkur maður, frem-
ur en í garðinum. Kom kaupmaður
loksins inn í herbergi eitt, þar sem
eldur logaði glatt í arinofni og var
þar dúkað borð með víni og ýms-
um réttum á. Nú með því maður-
inn var banhungraður, þá var hann