Rökkur - 01.12.1930, Síða 12

Rökkur - 01.12.1930, Síða 12
122 ROKKUR ekki lengi að hugsa sig um, heldur settist óðara til borÖs og neytti svo sem honum lék lyst til af þvi, sem á borðinu var. Því næst beið hann lengi í þeim vændum, aÖ einhver myndi koma, en er það brást og enginn lét sjá sig, þá fór hann að skygnast um eftir hvílustað handa sér. Gekk hann að nýju um mörg skrautleg herbergi og kom loksins að einu með upp búnu rúmi, og með því að hann var dauðþreyttur og hvíldarþurfi, þá háttaði hann ofan í rúmið og svaf þar værðar- svefni til næsta morguns. Þegar hann vaknaði og ætlaði að fara að klæðast, sá hann, að frakk- inn hans, sem var, orðinn fremur velktur eftir ferðalagið, var með öllu horfinn, en í þess stað lá hjá rúminu flunkurnýr klæðnaður. Hugsaði kaupmaður með sér, að einhver manngæskufull álfkona hlyti að eiga höllina og hefði hún kent í brj ósti um sig; lét hann sér því fataskiftin vel líka. í salnum þar sem kaupmaðurinn hafði neytt aftanverðar kvöldið áð- ur, var nú dýrlegur morgunverður á borði og sýndi hann honum allan sóma. Því næst gekk hann ofan í garðinn til að gefa gætur að reið- skjóta sínum. En hversu varð hann undrun fanginn, er hann í staðinn fyrir snjóinn og fönnina, sem var i garðinum kvöldið áður, sá þar nú einlæga blómarunna og þar á meðal rósarunn einn yndisfagran. Kom honum þá til hugar, er hann sá rós- irnar, hverju hann hafði lofað yngstu dóttur sinni, og braut því af eina rósina. En í sama vetfangi slóð hjá honum ógurlegt skrímsli og mælti til hans með þrumandi rödd: „Þú óþakkláti maður! Eg hefi hýst þig og veitt þér vel i höll minni, og það launar þú rneð því, að þú stelur frá mér rósum mín- um, sem mér þykir vænna um en nokkurn annan hlut í veröldirmi. En fyrir þetta tiltæki skaltu lífið láta.“ V esalings kaupmaðurinn varð svo skelkaður, að hann gat varla staðið á fótunum. „Æ, góði herra,“ sagði hann, „eg •■• • “ „Góði herra!“ greip skrímslið fram i, „eg er alls ekki góður herra, eg er skrímsli. ÞaS veit eg vel, og eru mér lygar leiðar —, heldur vil eg að hver mæli svo sem honum býr í skapi.“ „Fyrirgefið mér þá,“ sagði kaup- maðurinn, „en eg hélt, að ekki gerði mikið hvort væri einni rósinni fleira eða færra, þar sem svo mikið er af þeim, og ætlaði eg að færa yngstu dóttur minni þessa að gjöf.“ „Á, er þaS svo?“ sagSi skrímsl- ið. „Áttu dætur?“ „Já, þrjár dæt- ur,“ ansaði kaupmaður og sagði skrímslinu nú alt eins og var, aS báðar eldri dæturnar hefðu beðiS sig um skartgripi og dýran fatnað,

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.