Rökkur - 01.12.1930, Page 13

Rökkur - 01.12.1930, Page 13
R O K K U B 123 þegar hann hóf ferðina, en sú yngsta hefði ekki beðið um nema eina rós. „Nú, jseja,“ sagði skrímslið eft- ir nokkra umhugsun, „eg er ekki frá því að gefa þér lífsgrið, með því skilyrði, að ein af dætrum þín- um, fríviljuglega, — skilurðu, frí- viljuglega, komi til mín, til þess að deyja í þinn staS. Og fyrst ,þú ert fátækur, þá skalt þú ekki heldur tómhentur frá mér fara. Farðu inn í herbergið þar sem þú svafst í nótt og fyltu koffortið, sem þú munt sjá þar inni, með hverju því i höll minni, sem þér leikur lyst til. Eg skal sjá um það, að koffortið komist til þín með skilum. En þú skalt þá líka vinna mér eið að því, að þú skulir færa mér eina af dætr- um þínum, en ef engin þeirra getur fengið af sér að deyja fyrir þig, að þú sjálfur komir hingað aftur ekki seinna en að þremur mánuðum liðnum." Kaupmaðurinn vann eiðinn, sem skrímsliS heimtaði af honum, og þó honum væri síður en ekki um það gefið, að ofurselja því eina af dætrum sinum til lífláts, þá hugs- aði hann samt með sér: „Guði sé lof, eg fæ þá að minsta kosti að sjá dætur mínar einu sinni enn, og þar að auki,“ bætti hann við, þegar hann hugsaði um auðæfin, sem hann hafði séð í höllinni, „þá læt eg þeim eftir mig svo mikið sem þeim nægir til daglegs brauðs, þegar mín missir við.“ Hann gekk þá aftur til svefn- herbergisins og fann þar, svo sem til var-vísað, stórt koffort og við hliðina á því stóra hrúgu af gull- peningum. Fylti hann koffortið með þeim, eins og í það komst, læsti því og lét lykilinn í vasa sinn, sté síðan á hest sinn og reið af stað. Hest- urinn sneri á réttu leiðina og segir ekki af ferð hans fyrr en hann komst heim til sín að kvöldi dags með heilu og höldnu. Börn hans tóku honum með fögnuði og bliðlæti, en hann tók því aftur með hrygð og tárum, og er hann fékk yngstu dóttur sinni rósina í hendur sagði hann: „Taktu við, Fríða, þú veist ekki hve dýr- keypt hún hefir orðið honum föð- ur þínum, rósin sú arna.“ — Nú sem þær systurnar gengu á hann og báðu hann að segja sér, hvað hann meinti með orðum þessum, þá skýrði hann þeim frá æfintýri því, er hann hafði ratað í. Þegar hann hafði lokið frásögn sinni hvinu báðar eldri dæturnar upp yfir sig og jusu út úr sér skömmunum yfir yngstu systurina fyrir það, að hún hafði komið ógæfu þessari af stað með hinni heimskulegu bæn sinni og gerði nú ekki svo mikið sem að gráta yfir fyrirsjáanlegum dauða föður síns. „Hvers vegna ætti eg þá að

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.