Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 28
138
RÖKKUR
inn sjálfur, amma hans, og allur
V'ítis her mundu ekki hafa getað
opnað. Því næst fór hann þaðan
leiðar sinnar.
Þarna varS nú fjandinn aS dusa
í beykitrénu og komst ekki út. Og
svona sat hann lengi í sjálfheldu
og oft var það, aS fólk, sem leiS
átti um fjalliS, heyrSi ýlfur hans
cg öskur. En þar kom aS lokum,
aS tekiS var til skógarhöggs í
fjallinu og þá var líka felt beyki-
tréS gamla, sem fjandinn var í. Þá
varS hann laus sá skratti og hljóp
út. Og sem hann var laus orSinn
fór hann rakleiSis heim í Víti, til
aS sjá hvaS þar væri títt. En þar
var galtómt, rétt eins og í kirkju
á rúmhelgum degi. Hann hitti þar
ekki nokkra lifandi sál, því aS eft-
ir hann fór sjálfur, húsbóndinn, og
enginn vissi hvaS af honum var
orSiS, þá fór ekki nokkur sál til
Vítis. Og svo var líka amma hans
dauS, og af því hún var dauS, þá
tóku þær sálir, sem þá voru í Víti,
plögg sín saman og hypjuSu sig
burt og er sagt, aS þær hafi fariS
beina leiS til Himnaríkis. Þarna
stóS nú Kölski aleinn í Víti og
vissi engin sköpuS ráS, hvernig
hann ætti aS ná í sálirnar, af því
hann hefSi lofaS og svariS viS
ömmu sína, aS hann skyldi aldrei
taka viS heitbindingu neinnar sál-
ar, en meS öSru móti náSi hann í
þá daga engum manni til Vítis.
Svona var hann nú úrvinda og
ráSlaus og gat ekki á sér tekiS fyr-
ir gremju og örvæntingu.
Þá datt honum alt í einu ráS í
hug. Þegar hann sat i beykitrénu
þá hafSi hann útgrundaS og upp-
hugsaS sitt hvaS og meSal annars
hafSi hann fundiS upp brennivíniS.
ÞaS var einhvernveginn svo skrít-
iS, aS honum flaug þetta í hug
aftur einmitt núna, þegar hann var
í öngum sínumi, og ekki var hann
lengi aS átta sig á því, aS þetta
mundi óskaráS til þess aS ná aft-
ur nokkrum sálargreyjum til Vítis.
Hann bjó sig þá til ferSar, lét
Víti eiga sig, og hélt til NorShúsa.
Þar gerSist hann brennivínsgerS-
armaSur, bruggaSi brennivín í gríS
og ergi og skenkti þaS út í al-
menning. Og hann sýndi þeim bæj-
armönnum í NorShúsum, hvernig
ætti aS búa til snapsinn og hét
þeim gulli og gróSa, ef þeir lærSu
brennivínsgerS. Þeir NorShúsa-
menn létu ekki biSja sig þess lengi
og urSu allir brennivínsgerSar-
menn, brugguSu brennivín og
skenktu þaS út i almenning. Og
upp frá þeim tíma hefir í NorS-
húsum veriS bruggaS meira brenni-
vín en í nokkrum öSrum staS um
víSa veröld.
Þetta fó.r alveg eins og fjandinn
hafSi gert ráS fyrir. Þegar menn
höfSu drukkiS brennivín og þaS
þótt ekki væri til muna, þá tóku
þeir aS bölva og ragna og sverja
og sóru sálir sínar fjandanum a