Rökkur - 01.12.1930, Síða 34

Rökkur - 01.12.1930, Síða 34
144 R Ö K K U R var nokkru sí'ðar ger'ður að fjár- málaráðherra, enda hafði hann sýnt það í ýmsu, aS mikils var af bonum aS vænta. Forseti Perú varö hann 1908. Þegar áriS eftir var gerS tilraun til þess aS hrinda honum frá völdum. Bófar, leigSir aí andstæSingum hans, komu aS næturlagi til forsetabústaSarins, höfSu hann á brott meS sér á af- vikinn staS, og hótuSu aS ganga af honum dauSum, nema hann skrifaSi undir lausnarbeiSni. „DauSan forseta getiS þið haft á braut meS ykkur“ svaraSi Le- guia, „en ekki lifandi varaforseta“. VarS þaS Leguia til bjargar, aS herliS kom á vettvang, entiIræSis- mennirnir lögSu á flótta. Vakti þetta aSdáun þjóSarinnar á Le- guia. En andstæSingum hans heppnaSist aS koma honum frá áriS 1913. Hann var tekinn hönd- um og fluttur til Panama. ÁriS 1914—1916 var Leguia í London og varS forseti SuSur-ameríska verslunarsambandsins. Þegar hann kom aftur til Lima 1919 var hann í kjöri í forsetakosningunni bg gekk sigri hrósandi af hólmi. — Gekk hann nú ótrauSur til starfs og lagSi mikla áherslu á, aS hrinda í framkvæmd ýmsum nytjamál- um. HafSi hann margt séS og lært í Evrópu sem honum mátti aS gagni koma vestra. Hann lagSi áherslu á aS endurbæta fræSsIu- starfsemina, fyrirkomulag heil- brigSismála og flugmála o. s. frv. F.r sagt, aS hann hafi unniS 15 stundir á sólarhring. Ávalt leitaSi hann álits færustu sérfræSinga. Amerískir og spánverskir sérfræS- ingar aSstoSuSu hann til aS koma skipulagi á flotann og lögregluliS- iö, enskir sérfræSingar til þess aS koma skipulagi á póst og síma og amerískir sérfræSingar skipulögSu fyrir hann tollstarfsemina. Jafnvel andstæSingar hans viSurkendu ciugnaS hans og framtakssemi. En hann lagSi of mikiS í kostnaS, var of stórhuga, ríkistekjurnar hrukku ekki fyrir hinum miklu útgjöldum, sem sífelt jukust, og var þvx ekki við góSu aS búast, er verS féll á þýöingarmestu útflutningsvörum Perú, sykri, baSmull, ull, kopar og sdfri. Leguia lagSi rnikla áherslu á, aS eiga vingott viS Bandaríkin. Þess vegna lagSi Perú Bandaríkj- unum liSsinni á Havana-ráSstefn- unni 1928, er önnur SuSurAme- xíkuríki veittust mjög aS Banda- ríkjunum fyrir framkomu þeirra og stefnu viövíkjandi Nicaragua. Leguia átti mikinn þátt x því, aS hin langa Tacna-Arica deila var aS lokum farsællega til lykta leidd, en Perú og Chile höfSu oft átt í deilum um þessi héruS. Var Leguia þá talinn líklegur til þess aS fá friSarverSlaun Nobels og var mikiS um þaS rætt í ýmsum blöS- um, bæSi vestan hafs og austan, um þaS leyti.

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.