Rökkur - 01.12.1930, Side 36
146
ROKKUR
II.
Um búnaðinn hér á landi eins
og hann er rekinn nú, mætti
rita margt, en það er einnig
hægt að vera stuttorður.
Á síðustu árum liafa orðið og
á næstu árum verða miklar
breytingar og framfarir. En við
þurfum ekki langt til baka til
að sjá búnaðinn líkan því, sem
hann var á landnámstímum, að
fénaðurinn notaði jarðargróð-
ann það sem hægt var og heim-
ilið reyndi sem mest að vera
sjálfu sér nóg. Hefir og, alt
fram á síðustu ár, harðæri
drjúgum skert bústofninn, og
sýnir það, að bændurnir hafa
ekki enn fult vald yfir afkomu
hvers árs.
En mesti mismunurinn á nú-
tímabúnaði og búnaðinum á
landnámstímum er verkaskift-
ingin innan búnaðarins, sem
þegar er kominn á hátt stig og
eykst hraðan með vaxandi
menningu.
Nú eru að mjög miklu leyti
keyptar fæðutegundir utan
heimilisins og fatnaður að
mestu eða öllu leyti, sömuleið-
is eykst liröðum skrefum kaup
á byggingarefnum, áburðarefn-
um, fóðurefnum, vélum og
verkfærum.
III.
Eftir að hafa örstutt drepið
á búnaðinn fyr og búnaðinn nú,
er ekki nema gaman og sjálf-
sagt að skygnast inn í framtíð-
ina.
Ef athugaður er og gerður
samanburður á hinum fyrsta
búnaði hér og búnaðinum nú,
og síðan getið sér til um fram-
tíðina, er auðsætt hvert stefnir.
Hinn fyrsti búnaður fram-
leiddi sem allra mest af nauð-
synjum lieimilisins. Búnaður-
inn nú framleiðir margar af
nauðsynjum heimilisins og
kaupir einnig margt. Og í fram-
tíðinni hlýtur þessi breyting að
halda áfram.
Þess vegna vona eg að les-
andanum þyki ekki í of mikið
ráðist, þó eg lýsi að nokkru
hvers má vænta af búnaðinum
á komandi árum, enda má
bæta þvi við að þeir sem lengst
eru komnir, og þess vegna á
undan sinni samtíð hafa nú
náð því þroskastigi innan bún-
aðarins sem allur almenningur
seinna mun ná.
' IV.
Að ræktunin verður það mik-
il, að heyskapur á óræktuðu
landi hverfi með öllu, á ekki
mjög langt í land, og þess mun
heldur ekki langt að bíða, að
verkaskiftingar fari að gæta inn-
an jarðræktarinnar. Nokkrir
munu eingöngu leggja stund á