Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 36

Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 36
146 ROKKUR II. Um búnaðinn hér á landi eins og hann er rekinn nú, mætti rita margt, en það er einnig hægt að vera stuttorður. Á síðustu árum liafa orðið og á næstu árum verða miklar breytingar og framfarir. En við þurfum ekki langt til baka til að sjá búnaðinn líkan því, sem hann var á landnámstímum, að fénaðurinn notaði jarðargróð- ann það sem hægt var og heim- ilið reyndi sem mest að vera sjálfu sér nóg. Hefir og, alt fram á síðustu ár, harðæri drjúgum skert bústofninn, og sýnir það, að bændurnir hafa ekki enn fult vald yfir afkomu hvers árs. En mesti mismunurinn á nú- tímabúnaði og búnaðinum á landnámstímum er verkaskift- ingin innan búnaðarins, sem þegar er kominn á hátt stig og eykst hraðan með vaxandi menningu. Nú eru að mjög miklu leyti keyptar fæðutegundir utan heimilisins og fatnaður að mestu eða öllu leyti, sömuleið- is eykst liröðum skrefum kaup á byggingarefnum, áburðarefn- um, fóðurefnum, vélum og verkfærum. III. Eftir að hafa örstutt drepið á búnaðinn fyr og búnaðinn nú, er ekki nema gaman og sjálf- sagt að skygnast inn í framtíð- ina. Ef athugaður er og gerður samanburður á hinum fyrsta búnaði hér og búnaðinum nú, og síðan getið sér til um fram- tíðina, er auðsætt hvert stefnir. Hinn fyrsti búnaður fram- leiddi sem allra mest af nauð- synjum lieimilisins. Búnaður- inn nú framleiðir margar af nauðsynjum heimilisins og kaupir einnig margt. Og í fram- tíðinni hlýtur þessi breyting að halda áfram. Þess vegna vona eg að les- andanum þyki ekki í of mikið ráðist, þó eg lýsi að nokkru hvers má vænta af búnaðinum á komandi árum, enda má bæta þvi við að þeir sem lengst eru komnir, og þess vegna á undan sinni samtíð hafa nú náð því þroskastigi innan bún- aðarins sem allur almenningur seinna mun ná. ' IV. Að ræktunin verður það mik- il, að heyskapur á óræktuðu landi hverfi með öllu, á ekki mjög langt í land, og þess mun heldur ekki langt að bíða, að verkaskiftingar fari að gæta inn- an jarðræktarinnar. Nokkrir munu eingöngu leggja stund á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.