Rökkur - 01.12.1930, Side 37

Rökkur - 01.12.1930, Side 37
RÖKKUR 147 grasrækt, aðrir munu rækta fræ, matjurtir, bjóm eSa tré, eftir þvíjsem ræktunar- og sölu- skilyrSin munu verSa á hverj- um staS. Ræktunar-aSferSirnar munu og breytast nokkuS eftir því, sem tilraunirnar sýna aS best á viS á hverjum staS og hvaS best hentar þeirri tegund, sem ræktuS er. Úreltar ræktunaraSferSir, svo sem þaksléttunar-aSferSin, mun hverfa meS öllu. SamhliSa aukinni ræktun mun aukast notkun tilbúins á- burSar og nýrra véla og verk- færa, þeirra er best viS eiga á hverjum staS, og viS hverja ræktunaraSferð. AuSvitaS mun óræktaSa land- ið notaS til beitar eftir því sem hægt er, en einnig mun notkun þess breytast þannig að það mun notað með meiri hagsýni, sumpart girt svæði á afréttum notuð yfir sumartímann, og sumpart mun fénaðarins gætt á afréttum, en hann ekki látinn ganga sjálfala sem nú tíðkast. Væri það þess vert að athuga nú þegar, hvort ekki borgar sig betur aS gæta fénaðarins á af- réttum, og þar með vera laus við allar fjallleitir og smala- menskur og vanhöld að mestu, en að láta fénaðinn ganga laus- an, eiga erfitt með að safna lionum saman og missa nokkuð af fénu í dýrbít og á annan liátt. V. Innan búf járræktarinnar gæt- ir nú þegar að nokkru verka- skiftingar. 1 nágrenni Reykja- víkur og fleiri bæja, og á suður- Iandsundirlendinu eru nokkrii- bændur eingöngu farnir að gefa sig við nautgriparæktinni, önn- ur héruð gefa sig að sauðfjár- rækt nær eingöngu, og mun þessi verkaskifting þvi greini- legri sem lengra hður. Nú þegar eru komin upp sér- stök bú sem stunda alifugla- rækt eingöngu. Án efa munu bætast hér við nýjar greinar búfjárræktar t. d. Ioðdýrarækt sem óðfluga breið- ist út um öll norðlæg lönd, en í öðrum greinum búfjárræktar- innar xnun fækka (hestarnir). VI. Mönnum mun strax koma til hugar er þeir hafa komið auga á þessa þróun innan búnaðar- ins, hvort hún sé eðlileg og rétt- mæt, og við nánari athugun kemur strax í ljós að verkaskift- ingin er nauðsynleg og óum- flýjanleg ef framför á að eiga sér stað, og nauðsyn verkaskift- ingarinnar verður greinilegust þegar þess er gætt, að orsök hennar er aukin þekking. 10*

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.