Rökkur - 01.12.1930, Síða 39
R Ö K K U R
149
vera að eyða orku sinni í að
verjast þeim.
Nú vill lesandinn e. t. v.
spyrja livort búnaðurinn erlend-
is sé kominn það langt að þar sé
fóðrað eftir bestu reglum sem
þektar eru, en svo er ekki. Meira
að segja í Danmörku, sem
stendur framarlega með allan
búnað, vantar mikið á að svo sé,
þar eru kýrnar fóðraðar of
jafnt, eins og þær séu bara kýr,
en ekki tekið nægilegt tillit til
hve misjafnlega mikið þær af-
kasta.
VII.
Það skemtilegasta við búnað-
inn og búnaðarframkvæmdirn-
ar er það, að takmarkið er ó-
endanlegt, „það flytur sig“, eins
og merkur vísindamaður hefir
komist að orði.
Við getum t. d. sett okkur það
takmark að hver einasta kýr á
landinu mjólkaði 3500 lítra yf-
ir árið, og eftir ötula baráttu
mundum við geta náð því tak-
marki, þar sem við eigum
marga það góða stofna, og tak-
markinu er hægt að ná með því
að fjölga þeim góðu og eyða
hinum lélegu, en því aðeins get-
um við f jölgað þeim góðu að
við vitum hvar þeir eru, og það
vitum við aðeins ef við mælum
og vegum. Þess vegna þurfum
við að mæla þótt einstaklingur-
inn sem mælt er úr mjólki ekki
meira fyrir mælinguna eina, og
því var svarið að vissu leyti rétt
hjá bóndanum, sem getið er um
að framan, en það sýnir þröng-
sýni hans.
En mundum við þegar því
takmarki væri náð stansa allar
kynbótaumbætur? Áreiðanlega
ekki, við mundum setja markið
hærra, „það flytur sig“.
Æskilegt væri t. d., að geta
fengið eina kú sem svarar handa
einu heimili. Heimili sem þarfn-
ast 4000 lítra á ári fengi kú sem
mjólkaði það mikið yfir árið, og
heimili sem þarfnast 10000 lítra
yfir árið, fengi kú, sem mjólk-
aði það mikið.
vhi.
Að verkaskiftingin innan
búnaðarins eykst stöðugt, er,
eins og þegar er sagt, eðlileg af-
leiðing aukinnar þekkingar.
Þegar komast á langt á einu
sviði, og kynnast því til lilýtar,
er vart hægt að hafa fíeirá í
takinu svo vel fari. Þess vegna
klofna fleiri og fleiri af grein-
um landbúnaðarins út sem sér-
stæðar atvinnugreinar eftir því
sem hann þróast. Mætti þar
fyrst nefna byggingarlistina
sem snemma verður sjálfstæð,
þá vefnaðariðnaður og fleiri
iðngreinir, sem hafa heyrt bún-
aðinum til, en eru nú sérstæðar