Rökkur - 01.12.1930, Page 40
150
RÖKKUR
atvirmugreinir, þá má nefna
framleiðslu áburðar- og fóður-
efna, og loks mjólkuriðnaður,
sem einnig hér til lands er að
verða sérstök atvinnugrein.
Þess utan verða ýmsar hand-
verksgreinar sjálfstæðar, sem
áður lieyrðu undir búnaðinn, s.
s. malarar, slátrarar, söðla-
smiðir, vagnasmiðir o. s. frv.
Þessa klofning búnaðarins
þarf fyllilega að taka til greina
þegar um það er rætt, live marg-
ir hfi af búnaði, þar sem orðið
búnáður fær þrengri og þrengri
merkingu eftir því sem þekk-
ingin eykst.
IX.
Eg vona að lesandanum hafi
orðið Ijóst af þessu stutta yfir-
liti, hvert stefnir með búnaðinn,
og hver nauðsyn það er fyrir
þá er búnað stunda að afla sér
þekkingar á þvi sem þeir ætla
sér að hafa með höndum. Og
því aðeins að hver og einn hafi
sitt ákveðna verksvið verður
komist lengst, og í sjað þess að
í frumbúnaði reynir hvert heim-
ili að vera sjálfu sér nóg, þá
verður í framtíðinni einungis
ein grein búnaðarins rékin á
hverju heimili, og í þeirri grein
leitar bóndinn sér þeirrar
fræðslu sem fáanleg er, og af
því mun leiða að framleiðslan
verður rekin af það mikilli
þekkingu, og með þeirri hag-
sýni að til fyrirmyndar sé, og
að verð og gæði verði það góð
að lengra verði ekki komist, og
bóndinn mun hafa fult vald yf-
ir hver afkoman verður.
Margir eru það nú þegar inn-
an bémaðarins, sem hafa tekið
fyrir ákveðnar einstakar grein-
ar, enda hafa þeir komist lengst.
(Eg verð að taka það fram að
lokum til að fyrirbyggja mis-
skilning, að enda þótt þróun
búnaðarins sé sú að klofna í
fleiri og fleiri greinar, þá mun
þó búskapur í smáum stíl, þar
sem heimilið tekur yfir sem
flestar greinar og reynir að
bjarga sér sem best sjálft, einn-
ig verða rekinn þar sein menn-
ing og þroski búnaðarins er
kominn á hátt stig; en á slikum
heimilum mun ekki verða hægt
að komast það langt með fram-
leiðsluverð, og gæði á fram-
leiðsluvörum, og þar sem lögð
er rækt við einstakar greinir, og
öll fáanleg þekking og reynsla
kemur starfinu að fullum not-
um.
Brauðverð í Bretlandi
lækkaði i septembermánuði og
hefir brauðverð aldrei verið
lægra þar í landi seinustu sex-
tán árin en nú.