Rökkur - 01.12.1930, Side 41

Rökkur - 01.12.1930, Side 41
RÓKKUR 151 Bækur. Dropar, 1927 og 1929. Þessi tvö hefti, sem út eru komin af Dropum, eru svo prýöilg að öll- um frágangi, að eins dæmi mátti heita hér á landi, er fyrra heftið kom út (1927), þótt að vísu hefði áður komið út rit í skrautútgáfum (t. d. Eiðurinn), en eigi að siður báru Dropar af, mörkuðu nýtt spor. Datt mér í hug, er fyrra heftíð kom út, að þetta myndi leiða til þess, að menn færi að leggja meiri rækt við að gefa bækur út smekklegar en tíðkast hefir hér, að Dropar yrði teknir til fyrirmyndar, og er það nú komið í ljós. Einmitt siðan fyrra hefti Dropa kom út, hafa komið á bókamarkaðinn nokkrar bækur og rit, sem sérstaklega hefir verið til vandað (skrautútgáfur). Auðvitað svarar ekki kostnaði, að gefa út nema vissar tegundir bóka á þenn- an hátt, en það má vera gleðiefni bókavinum, að menn eru farnir inn á þessa braut. Útgefandi Dropa er frú Guðrún, ekkja Þorsteins heitins Erlingsson- ar skálds. Er þessi merkiskona svo alkunn að smekkvísi og ást á fögr- um listum, að óþarft er að fjölyrða um. Hefir frú Guðrún lagt mikið að sér til að vanda frágang Dropa sem mest, með þeim ágæta árangri, sem að framan er vikið að. í Dropum er aðeins frumsamið lesmál, eftir islenskar konur, en nokkrar prýði- legar myndir eru í heftunum, af listaverkum Einars Jónssonar og Iíjarvals o .s. frv. Systurnar Herdís og Ólína Andrésdætur eiga margt gott í þessum heftum, í bundnu máli og óbundnu. Ólöf frá Hlöðum, Krist- in Sigfúsdóttir og Erla sömuleiðis. Lesendur Rökkurs eru kunnir Erlu, austfirsku skáldkonunni, frá fornu fari. Koma og þarna fram á sjónar- sviðið hokkrar ungar konur, sem sumar munu ekki hafa birt neitt áður. Eru kvæði þeirra yfirleitt snotur að frágangi og vel hugsuð. Seinast, en ekki síst — Svanhildur, dóttir Þorsteins heitins Erlingsson- ar og frú Guðrúnar, á æfintýri i fyrra heftinu og sögu i þvi seinna. „Kongsdóttirin kveður“ er hugð- næmt æfintýri, fagurt áð efni og máli. Hefir Svanhildur erft frásagn- arlist föður síns í ríkum mæli, og ef dæma má eftir þessari frumsmíð, á hún glæsilega framtíð fyrir sér. Meira þykir mér þó koma til sög- unnar „Sigrún". Það er heilsteypt smásaga, skrifuð af festu og djörf- ung. Rökkur óskar Svanhildi góðs gengis á ritlistarbrautinni. Ljóðmál, 1929. Allmargar Ijóðabækur voru gefn- ar út eftir íslenska höfunda árið sem leið, líklega einar tíu eða fleiri. Fæstar þeirra bera óvanalegri skáld- gáfu vitni ,ef til vill aðeins ein eða tvær, en þó góð kvæði séu innan um i sumum hinna, þá hafa þær flestar svip meðalmenskunnar, og sumar ekki það. Mjög virðist íslensk- um mönnum hugleikið að bera fram hugsanir sínar i bundnu máli. Og það er í rauninni lítil ástæða til að amast við þvi, þótt menn gefi ljóð sin út í bókarformi, þó ekki sé úm meðalgóðan eða afburða kveðskap að ræða. Það eru ekki aðeins þeir, sem hæstum tónum ná, sem eiga rétt til sætis á skálda-' bekknum. Útgáfa ritverks i bókar- formi er lilraun til að afla sér á-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.