Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 42
152
R O K K U R
heyrenda, og er hver maður frjáls
að því að gera slíka tilraun, án þess
að verðá fyrir áreitni. Hinsvegar
má öllum Íjóst vera, að Ijóðabóka-
viðkoman er orðin svo mikil, að
engin von er til, að nema allra bestu
bækurnar nái nokkurri verulegri út-
breiðslu. Þvi það eru þó takmörk
fyrir þvi, sem fámenn þjóð, þó ljóð-
elsk sé, getur við tekið. Við eignuð-
umst þá meistara á 19. öldinni, að
þess getur orðið langt að bíða, að
við eignumst ljóðskáld, sem jafnist
á við' þá. Sannleikurinn er sá, að
19. aldar skáldin, — til þeirra má
auðvitað telja öll þau skáld, sem
ljóð voru farin að birtast eftir fyr-
ir og um aldamót, — eru einmitt þau
ljóðskáldin, sem enn þann dag í dag
eru mest lesin. Ljóð þeirra hafa
komið út í mörgum útgáfum og selj-
ast altaf jafnt og þétt. Og upplögin
voru þó stærri en nú tiðkast um
ljóðabækur, sem munu nú ekki
nema i örfáum tilfellum ná tölunni
2000. Steingrímsbók t. d., kom út
1910 og aftur 1923 (3. og 4. útgáfa).
Sigurður Kristjánsson lét prenta
4000 eintök af henni 1910, og var
ósmeykur við að prenta önnur 4000
eint. 13 árum síðar, og var þó út-
gáfan óbreytt. Þegar bækur ná slík-
mn vinsældum og Steingrímsbók, og
það má benda á margar fleiri:
Bjarna, Jónasar, Kristjáns, Matthí-
asar o. fl., þá má ungum skáldum
vera Ijóst, að þeir verða að taka á
honum góða sínum, ef þeir eiga að
komast á bekk með þessum skáld-
um. Og sannleikurinn er þá líka sá,
að þau skáld, sem fram hafa komið
á 20. öldinni, komast fæst i námunda
við gömlu skáldin. Þeirra á meðal
eru þó glæsileg skáld, svo sem Da-
\ið Stefánsson, Jón Magnússon og
Sigurður Sigurðsson, sem eg, vegna
nokkurra kvæða hans, mundi hik-
laust setja efstan þeirra skálda, sem
fram hafa komið á þessari öld, til
þessa dags, — t. d. kvæðið Hjörsey.
En einhvern veginn finst mér, að
allir eigi þó eitthvert erindi á skálda
þingið. Stór kvæðabók eða litil, þótt
hún flytji ekki nema eitt gott kvæði,
á sitt erindi til alþýðu manna. Mér
dettur í hug kvæðið hans Magnúsar
Gíslasonar, „Nú ríkir kyrð í djúp-
um dal“, snoturt kvæði, sem öllum
þykir vænt um og allir, sem sungið
geta, hafa sungið. Nafnið Magnús
Gislason deyr ekki fyrir þetta eina
kvæði. Að komast á bekk með meist-
urunum, ætti að verða hvöt þeim,
sem bestum gáfum eru gæddir, og
lika hvöt smærri spámönnunum, að
vanda sig sem mest; taka meistarana
til fyrirmyndar sér, þó ekki væri i
öðru en að læra að bera virð-
ingu fyrir listinni. — Þetta er þeg-
ar orðið ærið langur inngangur, en
þetta kom nú fram i hugann, þegar
mér barst i hendur ljóðabók vest-
an úr Kanada, gefin út árið sem
leið. Höfundur hennar er Richard
Reck háskólakennari, sem er orð-
inn þjóðkunnur maður fyrir ritstörf
sín. Um Reck verður það sagt með
sanni, að listin er honum helg. Hon-
um er lotning i hug, þegar hann
krýpur í musteri listarinnar. Ljóð
hans bera það með sér. Þess vegna
eru þau hugðnæm og likleg til vin-
sælda. En þau bera það elcki með
sér, — hvað sem seinna verður, —
að hann verði jafnoki gömlu meist-
aranna. En Beck hefir þegar sýnt,
með þessum ljóðum, að hann er gott
skáld, sem vandar val yrkisefna
sinna og tekst oft prýðilega að túlka
göfugar hugsanir í ljóðmáli. Og mér
*