Rökkur - 01.12.1930, Side 43

Rökkur - 01.12.1930, Side 43
R Ö K K U R 153 segir svo hugur um, að Beck eigi eftir að ná lengra en hann er kom- inn í þessari bók. Þarna er m. a. snoturt kvæði, „Drottning söngsins“, sem áSur hefir birst í Röklcri (V. árg.). KvæSin eru lipur og létt, vel hugs- uð og smekkleg. Sem. sýnishorn af kveðskap Becks, vil eg taka upp kvæðið „Nær koma skipin?“ Nær koma skipin, sem sendi’ eg suður og austur í lönd? Við sjónhring með seglin þönd i sævarhlámann þau hurfu. Einn sat eg eftir á strönd. Dýrasta farminn þau fluttu, fegurstu hjarta míns þrár; borðhá með blikandi rár þau bygði’eg úr draumum og vonum. Koma þau aftur i ár? Hver voru flökin, sem fann eg i fjörunni rekin i gær? Intu mér sannleikann, sær! Siglur þar leit eg og rengur. — Hafaldan glottandi hlær. Útgáfan er snotur. Bókin er vel prentuð á góðan pappir, en það hef- ir annars viljað brenna við um frá- gang íslenskra bóka, sem prentaðar eru vestan hafs, að ytri frágangur þeirra hefir verið vanræktur — og stundum herfilega. Þessi bók Becks á að minni hyggju skilið að fá góðar viðtökur. Hún fæst i bókaverslun Snæbjarnar Jóns- sonar, Rvík, og ef til vill víðar. Áskell. Þfsku kosiiingarnar. Eins og kunnugt er af skeytum um úrslit kosninganna í Þýska- landi, unnu öfgaflokkarnir afar mikið á. Var 'og við því búist af ýmsum mönnum, sem höfðu náin kynni af stjórnmálahorfunum. Hinsvegar óraði engan fyrir því, að fylgi fascista myndi vaxa eins gífurlega og raun varð á. Fascist- ar kalla sig annars þjóðernissinn- aða jafnaðarmenn (National-soci- alista). Foringi þeirra er Adolf Iíitler, sá hinn sami, er stóð fyrir Múnchen-uppreistinni 1923. Fas- cistar vilja koma á einræði. Á síð- asta þingi höfðu þeir 12 fulltrúa, nú 107. Sumstaðar fengu fram- bjóðendur þeirra 10—20 sinnum fieiri atkvæði en síðast og á ein- stöku stað 40 sinnum fleiri. Hins- vegar er rétt að benda á það í þessu sambandi, að þótt öflugustu lýðveldisflokkamir ynni ekki á, þá má heita svo, að þeir hafi hald- ið sínu (Miðflokkurinn eða ka- þólski flokkurinn, og jafnaðar- menn). Leiðtogar miðflokksins höfðu, eins og kunnugt er, forgöngu um myndun síðustu stjórnar (Brun- ing-stjórnarinnar). — Þjóðflokk- urinn, sem átti Stresemann mest að þakka gengi sitt, tapaði 12 þingsætum. Hefir gengi flokksins vafalaust rýrnað vegna fráfalls 1

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.