Rökkur - 01.12.1930, Síða 44
154
R O K K U R
Stresemanns. Kommúnistar unnu
mikið á. Þeir hafa nú 76 fulltrúa
á þingi, en höföu áður 54. Alls
greiddu nú 35.106.000 kjósenda at-
kvæSi, eöa 4.400.000 fleiri en 1928,
enda hefir kosningarrétturinn
veriö mjög rýmkaðúr. Tala þing-
fulltrúa eykst í hlutfalli viö kosn-
ingaþátttökuna og verða þingfull-
trúar nú fleiri en nokkru sinni áö-
ur í sögu Þýskalands, eða 586, en
1928 voru 491 frambjóðandi kosn-
ir á þing. Enginn flokkanna hefir
neitt líkt því nóg þingfylgi til þess
a'ö mynda stjórn. Jafnaðarmenn
eru liðflestir á þingi, þá fascistar
o. s. frv. — Fascistar eiga auðvit-
aö i eng-u sammerkt viö jafnaöar-
menn. Nafniö er taliö hafa verið
valið til fylgisöflunar. Þeir hafa
slegiö um sig meö því að heimta
ógilding VersalafriiSarsamning-
anna, gildandi samþykta um
hernaðarskaðabætur, og þeir hafa
komiS fram sem svæsnir Gyðinga-
hatursmenn. Fyrir þeim vakir
Fascistaeinræði og ekkert annað.
Hins vegar er óvíst, hvort þeir geta
haft veruleg áhrif á stjórn landsins.
Dr. Bruning hefir ekki beðist
lausnar. Flokkur hans, Miðflokk-
urinn, er öflugri en áður, hefir 68
fulltrúa í stað 61 áður. Sennilega
verður dr. Bruning við völd áfram,
ef samvinnan helst við jafnaðar-
menn, og til þess eru góðar líkur,
og njóti þessir tveir flokkar stuðn-
ings hægfara flokkanna, er ekki
víst aö fascistar og kommúnistar
geti beitt sér að nokkru ráði. Brún-
ingstjómin hefði þá ca. 20 atkvæða
meirihluta á þingi.
Þjóðverjar eiga sem stendur við
afar mikla erfiðleika að- striða.
Dugnaður og atorka þjóðarinnar er
einstök, en á síðari árum hefir
ástandið breytst mjög til hins
verra, og var þó viðreisnarstarfið,
sem hafið var skömmu eftir lok
heimsstyrjaldarinnar, vel á veg
kornið, svo vel, aö engum blandað-
ist hugur um, að Þýskaland var enn
stórveldi, þrátt fyrir heimsstyrj-
aldarósigurinn. Hernaðarskaðabæt-
urnar hvíla þungt á þjóðinni. Þar
á ofan bættist heimskreppan mikla
og atvinnuleysi og ótal örðugleikar
aðrir. Á slxkum tímum vegnar
öfgaflokkunum altaf best. Hinir at-
vinnulausu og þeir, sem verst eru
staddir í þjóðfélaginu, láta glepjast
af fagurgala öfgaflokkanna á erf-
iðleikatímum. Það er gömul og ný
reynsla í öllum löndum. — Ráðgert
er að ríkisþingið komi saman um
miðjan október. Ríkisstjórnin hefir
gert margar og mikilvægar ráðstaf-
anir til þess að draga úr útgjöld-
um ' og hefir stuðning forsetans,
von Hindenburg. Skeyti x. okt.
hermdu, aö líkur væri til, ef stjórn-
in fengi ekki þingmeirihluta, að
þingstörfum yrði frestað um nokk-
urra mánaða skeið, en á meðan tæki