Rökkur - 01.12.1930, Page 45

Rökkur - 01.12.1930, Page 45
R O K K U R 155 stjórnin sér einræðisvald. Bendir þetta til þess, að dr. Briining ætli ekki aS láta öfgaflokkana vaða uppi. Stðrreldin oy flotamálln. Samkvæmt fregn, sem birt var í Parísarútgáfu Chicago Tribune, er náin samvinna í flotamálum um það bil að hefj- ast með Bretum og ítölum. — Breski flotamálaráðherrann, A. V. Alexander, var nýlega í stjórnmálaerindum í Rómaborg og er talið fullvíst, að tilgang- urinn með för hans þangað, hafi verið, að ræða flotamálin. — Frakkar, Italir og Bretar eiga allir þýðingarmiklar flotastöðv- ar í Miðjarðarhafinu. Samvinna með tveimur þessara þriggja stórvelda leiðir það af sér, að litlar líkur eru til þess, að hið þriðja gæti haldið sínu, ef í hart færi. Frakkar kváðu og hafa áhyggjur þungar og stórar um þessar mundir, þvi að frá því í heimsstyrjöldinni og fram að þessu, hefir þeim verið mikil stoð í samvinnunni við Breta. Talið er, að Bretar liafi að und- anförnu orðið fráhverfari Frökkum, því Bretar líta svo á, vegna vigbúnaðarstefnu Frakka. að óvænlega horfi um afvopn- unarmálin. Frakkar hafa aukið mjög vígbúnað sinn á tyíiðjarð- arhafi, en af þvi hefir aftur leitt, að ítalir keppast við að auka herskipastól sinn. Margir óttast, að Bretar og Bandaríkja- menn fari einnig af kappi að auka smíði þeirra herslcipateg- unda, sem heimilt er samkvæmt samningum, — með öðrum orð- um: svo kann að fara, að árang- urinn af flotamálaráðstefnunni seinustu verði raunverulega lít- ill sem enginn. Hinsvegar eru þrengri takmörk fyrir því, hvað ítalir geta farið langt í að auka herskipastól sinn, en þeir hyggj- ast að bæta það upp með því öryggi, sem þeim verður að flotamálasamvinnu við Breta. Chicago Tribune segir, að Mac- Donald forsætisráðherra Bret- lands, hafi falið Alexander að komast að raun um, livað ítalir geti sætt sig við, þessum mál- um viðvíkjandi. Munu Bretar liafa heitið Itölum því, að þeir skuli verða raunverulega jafn- öflugir á Miðjarðarhafinu og áður, þrátt fyrir flotaaukningu Frakka. Italir kváðu liinsvegar hafa fallist á, að breyta stefnu sinni í utanríkismálum, meira að geðþótta Breta en verið hefir og efla samvinnuna við Þjóða- bandalagið. Ennfremur er því haldið fram, að Rúmenar hafi fjarlægst Frakka og hallist nú

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.