Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 47

Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 47
R Ö K K U R 157 Þráðlaust talsamband. „Heimur versnandi fer“, stend- ur einhversstaSar skrifað og svip- a*ð verður þeim oft að orði, sem einblina aftur en ekki fram, telja að liðnu tímarnir hafi verið betri, — „í þá gömlu góðu daga“, segja menn stundum, en sannleikurinn er þó vafalaust sá, að þrátt fyrir alt fer heimurinn batnandi. Það verður að mánsta kosti ekki um það deilt, aö hinar mikilsverðu uppgötvanir, sem gerðar hafa ver- ið síðustu áratugi, hafa létt mönn- um lífiS á margan hátt, gert mönn- um störf auðveldari og skemti- legri, bætt kjör miljóna, varpað af mönnum áhyggjum og gert menn glaðari, ánægðari með lífið, þótt kannske megi um það deila, hvort menning vorra daga hafi enn megnað að lyfta mönnum hærra, í andlegum skilningi talað. Ein hinna mikilverðustu uppgötvana, sem gerð hefir verið á síðari tím- um, eru þráðlausu talsímamir, sem nu hafa veriö fullkomnaðir mjög. Verður þess vart langt að bíða, að íslendingar geti talað við | skyldmenni sín og vini í fjarlæg- um heimsálfum. Er fróðlegt að lesa um það, sem nágrannaþjóð vor, Bretar, eru að gera á þessu sviði. Þeir eru nú að koma á þráð- Eusu talsímasambandi við Ind- land og innan skamms verður einnig komið á talsímasambandi milli Englands og Suður-Afríku, en markið er að England verði talsímiasambands-miðstöð alls Bretaveldis. Verður þetta eitt af stórmálum þeim, sem rædd verða á albresku ráðstefnunni, sem hefst i London þ. 30. sept. Þegar búið er að framkvæma það, sem nú er ráðgert þessum málum viðvíkjandi geta talsímanotendur i Englandi, fengið þráðlaust talsímasamband við hvaða talsímanotanda sem er í nýlendunum. Og þess verður vart langt að bíða, að talsímanotendur um heim allan geti hringt hvert um heim, sem vera skal, þar sem talsímar eru fyrir. Það er þegar svo langt komið, að nú getur tal- símanotandi í Hampstead, London, talað frá heimili sínu til Astralíu, Argentínu, Uruguay, Chile, Mar- okko, Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og Kúba — og auk þess til flestra borga á meginlandi Evrópu. Sir. Cecil Clementi, bresk- ur landstjóri, 'staddur á Java i Asiu, talaði nýlega við nýlendu- málaráðuneytið breska í London. Er það í fyrsta skifti, sem bresk- ur nýlendumálaráðherra hefir tal- að í síma við breskan landstjóra, staddan austur i Asíu. Vegalengdin frá Java er ca. 7500 mílur enskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.