Rökkur - 01.12.1930, Page 51

Rökkur - 01.12.1930, Page 51
ROKKUR 161 stefnu i New York bráðlega, til þess að ráðgast um, hvernig til- tækilegast væri að ráða bót á heimskreppunni. Á meðal þátt- takendanna verða aðalbanka- stjórar Englandsbanka og Frakklandsbanka (Banque de France), dr. Hans Luther frá þýska rikisbankanum (Reiehs- bank) o. fl. Frá Englandsbanka eru tilnefndir Montagu Norman yfirbankastjóri og Sir E. M. Harvey. — Tékkar og talmyndirnar þýsku. Mikillar andúðar í garð Þjóð- verja hefir gætt að undanförnu i T kkóslóvakíu, aðallega í Prag. Vilja Tékkar, margir hverjir, draga sem mest úr þýskum áhrifum þar í landi. Kom þetta livað skýrast i ljós dag nokkura seinni hluta septembermánaðar, er nokkur þúsund þjóðernis- sinna, sem flestir eða allir voru T kkar, söfnuðust saman á göt- unum i Prag og létu reiði sína við Þjóðverja bitna á þeim leik- hússtjórum, sem þá dagana sýndu þýskar talmyndir í leik- húsum sínum. Lögreglan fékk við ekkert ráðið og voru margir Iögreglumenn hart leiknir. Múg- urinn æddi þvi næst inn i Avion kvikmyndaleikhúsið, en þar var há sýnd þýsk lalmynd, barði á- horfendur og rak alla kvik- myndahússgestina út. Leikhús- stjórinn var neyddur til að hætta að sýna talmyndina. Múgurinn æddi því næst um göturnar og mölvaði rúður i öllum búðum ’ Þjóðverja og Gyðinga. Sama sagan og í Avion endurtók sig í tveimur öðrum kvikmynda- leikhúsum. Ennfremur braut múgurinn allar rúður á skrif- stofum Prager Presse, blaði Be- nes utanríkismálaráðherra. — Borgarstjórinn í Prag neyddist loks til þess að biðja innanríkis- málaráðherrann að banna að sýna þýskar talmyndir um stundarsakir. Nýtt olíumálahneyksli? Ralpli Kelly, umboðsmaður Bandaríkjastjórnar í Colorado ríki, sem hefir umsjón með jarðeignum ríkisins þar, hefir borið það á innanrikismála- ráðuneytið í Washington, að það hafi á undanförnum sex árum veitt öflugum oliufélög- um umráð yfir stórum olíu- svæðum, sem eru ríkiseign, í fullu heimildarlevsi og ríkinu til stórskaða. Jafnframt sagði Kelly af sér starfa sínum eftir 25 ára starf fyrir ríkið. Ætla margir, að hér muni ekki minna hneykslismál á ferðinni en Teapot Dome hneykslið svo nefnda, er Fall fyrrverandi

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.