Rökkur - 01.12.1930, Page 53

Rökkur - 01.12.1930, Page 53
RÖKKUR 163 Loftskipaslysin. Fiver var orsökin til þess, að R—ÍOl fórsl? Flugmálasérfræðinga hefir um mörg ár greint á um, hvort réttara væri, að leggja áherslu á smíði risa-loftskipa eða risa- flugvéla. Ilafa einkum Frakk- ar haft megna ótrú á loftskip- unum og lagt alla áherslu á smíði flugvéla. — Þjóðverjar liafa, sem kunnugt er, veiáð forgöngumenn um smíði loft- skipa, en Bretar hafa smíðað tvö stór loftskip, R-100, sem flaug til Kanada í sumar og heim aftur, og R-101, er fórst i Frakklandi þann 5. októher. Er það mesta flugslys, sem sögur fara af. — Bandaríkja- menn hafa og lagt stund á smíði stórra loftskipa. En ým- islegt bendir á, vegna þeirrar reynslu, sem fengist hefir, að í framtíðinnl verði lögð meiri áhersla á smíði stórra flug- véla en loftskipa. Loftskipa- slysin eru orðin mörg. Skal hér að eins drepið á hin helstu. Þann 17. okt. 1913 fórst þýska loftskipið Z-2 hjá Johannist- liall í Þýskalandi. Það eyði- lagðist vegna sprengingar. Tuttugu og átta menn hiðu bana. Þann 24. ágúst 1921 varð sprenging í loftskipinu R-38 (ZR-2) hjá Hull í Englandi. Fjörutíu og tveir menn biðu bana. Þ. 21. febr. 1922 fórst loftskipið Roma, sem smíðað var í Italiu og selt til Banda- ríkjanna, skamt frá Hampton, Virginia, U. S. A. Þrjátíu og fjórir menn biðu bana af meiðslum. — Þ. 22. des. 1923 fréttist síðast til frakkneska loftfarsins Dixmude, sem þá var yfir Miðjarðarhafi. Hefir sennilega lirapað í sjó niður og allir mennirnir druknað. Á því voru 17 yfirforingjar og 35 skipsmenn aðrir. Varð þetta til þess, að Frakkar liættu við smíði risa-loftfara. — Þann 3. sept. 1925, er loftfarið Shenan- doah, sem var eign ameriska flotans, var á leiðinni frá Lake- hurst, New Jersey til St. Paul, lenti það í þrumuveðri yfir Ohio og eyðilagðist. Fjórtán menn biðu bana. Loks mun öllum í fersku minni, er pól- farið Ítalía fórst. Sjö þeirra, sem á loftskipinu voru, fórust. Hinum, þar á meðal Nohile, var bjargað. Og loks þann 5. okt. í ár ferst R-101 nálægt Beauvais í Frakklandi. A skip- inu voru 56 menn og þeirra á meðai flugmálaráðherra Bret- lands og margir sérfræðingar. Átta menn að eins komust lífs

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.