Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 59

Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 59
RÖKKUR 169 lofli himinsins. Þeir litu hverir aðra augum. Honum fanst, að þeir hlytu að vera mjög hamingjusamir. Eimi sinni nauðaði hann á þvi við gæslu- rnann sinn, að hann vildi fá fé- laga i klefann, þó það þá væri vit- lausi ábótinn. Þótt gæslumaðurinn væri orðinn hertur af því að sjá daglega svívirðingar og hörmungar og sálareymd fanganna, voru þó enn örlitlar leifar viðkvæmni í huga hans. Hann hafði séð og heyrt margt, þessi maður, en hann mintist ekki, að hafa séð nokkurn fanga líða eins og Dantés. Og þó hann léti ekki á því bera, kendi hann örlitið í brjósti um hann. Hann bar því bón hans frami við yfirfangavörðinn. En hann neitaði liarðlega. Hann var aðeins álíka gáfum gæddur og meðal póli- fíkus, og hélt, að Dantés hygði á flótta. Dantés hafði nú Iöks að fullu reynt, hvern árangur það bar, að leita á náðir mannanna. Þá sneri hann sér til guðs. Og þá vaknaði ýmislegt að nýju í huga hans. Hann mintist þeirra æskustunda, er hún móðir hans bað fyrir honum og kendi honum að biðja. Hann rifjaði bænirnar henn- ar upp fyrir sér, og honum fanst hvert orð þeirra geyma fegurð og visku, cr hann hafði eigi áður fund- ið í þeim, því þegar mönnunum gengur vel, er bænin aðeins röð orða, en i mótlætinu ljær luin sál- um þeirra vængi til Hans, sem einn skilur, huggar og hjálpar. Dantés bað, bað. Fyrst heitt, svo ákaft og loks í æði. Hann hað hátt og hann óttaðist eigi lengur rödd sjálfs sín. Stundum bað hann eins og dáleidd vera. Hann þóttist sjá guð, augliti til auglitis. Og guð sjálf- ur hlustaði á hvert orð, er fæddist á vörum hans. Og Dantés skýrðí fyrir honum hvert atvik lífs síns, fyrir guði hinum almáttka, og hann lýsti fyrir honum ætlunum sínum, og í lok hverrar bænar endurtók hann oft og mörgum sinnum orðin þessi: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum." En þrátt fyrir mergð einlægra bæna voru Dantés enn öll sund lok- uð. Svo sótti á hann megnt þunglyndi. Dantés var ómentaður. Hann átti ekki viðsýni hinna mentuðu manna. Þess vegna gat hann ekki, þar sem hann sat í myrkvastofunni og nátt- dimmu hugans, látið ímyndúnina reika ýmist um blómgróna eða blóðga velli sögu mannkynsins. Hann gat ekki látið huga sinn dvelja í hinum fornu borgum með þjóðun- um, sem tortímdust, eða litið fyrir augum sálar sinnar morgunroðann fæðasl á framtiðarhimni íbúa jarð- arinnar. Engar hugsanir hans eyddu stundum hans. Það, sem liðið var af lífi hans, var svo stutt, og eilíft myrlcrið, sm geymdi hann, svo öm- urlegt, og það sem framundan var, svo þokuvafið. Nítján ára Ijós og líf um að hugsa í eilífu myrkri! Ekkert fróaði huga hans lengur. Eldhugi æskumannsins var nú eins og konungfugl i búri. Allar liugsan- ir hans runnu loks eftir sama far- 'vegi: Hann hugsaði um lífshamingju sína, er hann hafði glatað vegna einhverrar fáheyrðrar slysni. Hann leit á týnda hamingju lífs síns sömu augum og Ugolino leit á hauskúpu Rogers erkibiskups í Inferno-kvæða- bálkinum eftir Dantc. Þunglyndið hvarf og hann hætti að biðja og trúa. Ofsareiði greip
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.