Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 60

Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 60
170 R O K K U R hann. Hann lét svo ógurlega for- mælingar dynja yfir gæslumanni sínum, að honum rann kalt vatn inilli skinns og hörunds. Hann kast- aði sér á veggi klefans í óstjórnlegu æði. Hann lét reiði sína bitna á öllu, sem hann náði til, en mest á sjálf- um sér. Sandkorn á gólfinu, hálm- strá, dragsúgurinn í klefanum, gat vakið ofsareiði hans. Þá mintist hann bréfsins, sem Villefort hafði sýnt honum. Honum fanst, að hann sæi hvert orð þess eins skýrt á vegginn skrifað og MENE TEKEL UPHARSIN var forð- um. Stundum fanst honum, að það hlyti að vera vonska mannanna, en ekki hefnd himinsins, sem hefði ver- ið orsök þess, að honum var varp- að í myrkvastofuna. Hann óskaði þessum imynduðu óvinum sinum hinna hryllilegustu kvala, er hann gat hugsað sér, cn honum fanst jafn- framt, að aldrei gæli hann óskað þeim nógu mikils ills, því að 'á eftir kvölunum kæmi dauðinn, og af því að dauðinn væri hvíld og eilífur svefn, væri það þeim of góður endi. Qg er hann hafði hugsað á þessa leið um hríð, komu sjálfsmorðshugs- anirnar. Vei þeim, er slíkar hugs- anir elur! Sjálfsmorðshugmyndin er eins og slétt flöt framundan, en sá, sem hættir sér út á hana, mun fljóft lenda i kviksyndi, — flötin sú laðar og gleypir að síðustu. Sá, sem flækist í slík net eigin hugsana, hrifsi verndarhönd guðs hann ekki úr þeim, á sér enga von viðreisnar og sjálfsstríðið flýtir aðeins hrylli- legum leikslokum. En sjálfsmorðið er þó ef til vill eigi eins hrylliegt og hugsanirnar, sem hrinda því af stað, og reTsingin, sem handan bíður. Eitthvað, sem á skylt við huggun, getur fæðst á sjálfsmorðsstundu, en það er huggun hyldýpis og gleymsku og eilífs myrkurs. Edmond fann dálitla fróun i hugs- unum um dauðann. Honum fanst, að hann lieyrði þytinn af vængjum engils dauðans' og sorgir hans og kvalir hurfu um stund. Þá íókst honum að líta á liðnar æfistundir sinar með nokkurri ró, þó hann jafnframt óttaðist það, sem fram- undan biði. „Stundum,“ hugsaði hann, „er eg var á sjó úti og stjórnaði öðrum mönnum, sá eg skýjaþykni klæða himin allan, storminn fæðast, eins og risafugl, er kemur í skyndi og dregur fimbulsúg á . fluginu, hafið öskra, hvítfyssa, æða, og þá fanst mér, að skip mitt væri skel ein, því það skalf í greipuin stormsins eins og fjöður í risahöndum. Og þegar stormgnýrinn enn jókst og kletta drangarnir og dauðinn gein fram- undan, greip mig ótti. En eg neytti alJrar orku minnar, líkama og sál- ar, í baráttunni við það, sem virtist vilji hins almáttka. Mér tókst það af því að eg var hamingjusamur. Af því að það, að hreiða aftúr faðm sinn á móti lífinu, var endurtekning á hamingju og gleði, af því að eg hafði ekki kropið fyrir dauðanum eða kosið mér hann, af því að leiks- Iok i myrkri á klettaströnd virtusl mér hræðileg um að hugsa, og eg gat ekki sætt mig við þá tilhugsun, að eg, maður skapaður í guðs mynd, yrði hákarla fæða eður hrafna. En nú er alt breytt. Hver taug, er batt mig við lífið, er brostin. Dauðinn brosir til mín og boðar mér hvild og frið. Eg dey á þann hátt, er eg kýs mér, örmagna, úrvinda, orku- laus, eins og þegar eg sofna, eins og mér endrum og eins tckst að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.