Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 61

Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 61
171 R O K K U R sofna á hinni endalausu hörniunga- nótt fangaæfi minnar, þegar eg hefi gengið margþúsund sinnum í hring í klefa mínum.“ Þessar hugsanir náðu sterkum tök- um á honum. Og hann varð rólegri. Hann bjó um sig eins vel og hann gat í hálminum, en neytti lítillar fæðu eða drykkjar. Honum fanst nú, að líkt væri ástatt um líf sitt og slit- ið fat, er hann gæti kastað burtu, er honum svo sýndist. Hann gat stytt sér aldur á tvenn- an hátt. Hann gat hengt sig á riml- unum í gluggakrýlinu og liann gat svelt sig í hel. En hann var því frá- hverfari að hengja sig. Honum hafði altaf hrylt við sjóræningjum, er hengdir voru sem hundar.' Hann vildi ekki deyja svo liundslegum dauða. Hann ákvað að svelta sig i hel og hann fór að kasta mat sín- um út um gluggann, fyrst í kæti, svo í ramri alvöru og loks í iðrun. Aðeins endurminningin um lieit- strenginguna gaf honum kraftinn til þess. Hungrið vakti nýjar hugsanir og tilfinningar. Hann gat ekki um annað hugsað en mat. Lyktarnæmi hans jókst. Og loks fóp. hann að horfa á járndiskinn stundunum sam- an, áður en hann fékk safnað nægu þreki til þess að varpa matnum út um gluggann. Hann starði lönsunar- augum á úldinn fisk eða kjötbita, eða myglaða brauðskorpu. En hann gat ekki gleymt heitstrengingunni. Þó — lionum fanst klefinn vistlegri, liðan sin betri en honum hafði áð- ur fundist. Hann var ungur ennþá. Hann var aðeins tuttugu og fjögurra eða fimm ára gamall. Hann gæti lif- að í hálfa öld ennþá. Svö margt gæti gerst á liálfri öld, seint eða snemma. Kannske opnaði einhver hönd klefa hans og leiddi hann út i frelsið. Loks bar hann matinn að vörum sér En hann óttaðist þá, að ef hann neytti af honum mundi hann glata allri sjálfsvirðingu og þá yrði lífið honum óbærilegt, og' hann herti sig í baráttunni, og loks skorti hann þrek tii þess að varpa matnum út um gluggann. Daginn eftir var hann svo veikur, að hann hvorki lieyrði eða sá. Hann vonaði, að dauðinn væri nálægur. Svo leið dagurinn. Einkennilegar hugsanir fæddust í huga hans. Líkamslíðan hans varð öll önnur. Iðrakvalirnar hurfu og þorstinn. Hann lokaði augum sínum, en samt fanst honum, að hann sæi mergð ljósa, eins og þúsundir smá- stjarna blikuðu. En þau hurfu og rökkur seig á, rökkrið, sem boðar nótt þá, sem kölluð er dauði. En skyndilega, seint þá um kvöldið, heýrði hann einkennileg högg í veggnum, er hann lá þétt við. Hann hafði oft heyrt margskonar hávaða inn í klefa sinn, bergmál kvalaópa, formælingar, grát og vitfirrings- hlátra. En þetta var svo kynlegt. Og honum tókst að rísa upp við dogg. Hann hlustaði. Á þessu augnabliki fanst honum þetla svo kynlegt og merkilegt, að það lileypti nýrri orku i hug hans og likami hans varð aft- ur á valdi vilja hans. — Það var annað veifið eins og nagað væri með risatönn eða krafsað með ram- efldri kló, cn hitt cins og járnkarli væri beitt með gætni til þess að mola steininn. Þótt Dantés væri veikur og bug- aður, var sem hann efldisl af nýju, líkamlega og andlega. Guð liafði loks séð aumur á honum og gefið hon- um merki um, að frelsið væri í nánd, einmitt nú, er lrann var að glötun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.