Rökkur - 01.12.1930, Page 62

Rökkur - 01.12.1930, Page 62
172 RÖKKUR kominn. Ef til vill var þetta fyrir mátt bæna þeirrar konu, sem hann elskaði og sem elskaði hann. Ef til vill hugsaði hún æ til hans, reyndi að minka fjarlægðina, sem á milli þeirra var, hafði fyrir mátt bæna sinna fært hann nær guði, sem nú ætlaði að lyfta hendi sinni honum til líknar og bjargar. Nei, nei. Þetta voru tálvonir, ór- ar, draumar manns, sem ber reik- andi að hliði dauðrarikisins. Hann vonaði og efaði á víxl. En ennþá heyrði hann þruskið. Fullar þrjár stundir sat hann og hlustaði, og þá heyrði hann, að eitthvað þungt datt á gólfið. Því næst varð alt hljólt. En nokkrum stundum síðar hófst þruskið af nýju. Það var ekki um að villast) Hér var einhver að verki. Og Dantési var afþreying í að sitja þarna hlustandi, bíðandi, vonandi. Alt i einu kom fangavörðurinn inn. Alla þá viku, er hann hugleiddi sjálfsmorðsáfprmin, og eins undan- farna fjóra daga, hafði hann ekki yrt á þennan mann og ekki svarað honum einu orði, er hann spurði hvað að honum gengi. Og þegar fangavörðurinn liorfði á hann með rannsóknaraugum, hafði hann snú- ið sér upp að veggnum. Nú flaug Dantési í hug, að ef fangavörður- inn heyrði þruskið, myndi hann fá því til leiðar komið, að rannsókn yrði hafin — og þá myndu allar þessar nýfæddu vonir þegar að engu verða. Fangavörðurinn færði honum mat. Dantés reis á fætur og og var nú hinn ræðnasti. Hann hafði ásett sér að gera alt, sem i hans valdi stóð, til þess að leiða athygli fangavarð- arins frá þruskinu. Hann kvartaði yfir því, hve maturinn væri slæm- ur. Hann gerðist hávær af ásettu ráði, til þess að gera fangavörðinn óþolinmóðan, ef ske kynni, að hann ryki burt i reiði, enda þótt hann einmitt i þetta skifti hefði fært hon- um hveitibrauð og kjötsoð, af þvi að hann kendi í brjósti um hann. Til allrar hamingju ályktaði fanga- vörðurinn, að Dantés væri ekki með réttu ráði. Hann lagði matinn á borðskriflið og fór. Dantés dró and- ann léttara og'lagði aflur við hlust- irnar. Hann heyrði nú þruskið svo greinilega, að hann var ekki í nein- um vafa lengur. „Það er enginn efi á þvi,“ hugsaði hann. „Það er einhver fangi, sem er að gera tilraun til að brjótast út. Ó, ef mér inætti nú auðnast, að verða honum til aðstoðar.“ En alt í einu var sem óveðursský birgði skyndilega heiðan himininn. Dantési fanst aftur órjúfanlegt myrkur fram undan, en þess ber að gæta, að hann var orðinn svo veik- ur fyrir og bugaður, að hann hafði að kalla mist hætileikann til að vona. Ef þetta væri nú menn þeir að verki, sem fangelsisstjórinn hefði fengið til þess að dytta að myrkva- stofunni við hliðina á? Auðvitað gat hann komist að hinu sanna. En var á það hættandi, að spyrja? Hann gat auðveldlega drepið á þetta lauslega, i viðtali við fanga- vörðinn og athugað svipbreyting- arnar á andliti hans um leið, og af þeim ráðið, hvað um væri að vera. En mundi hann ekki með þessu upp- ræta dýrmætustu vonir fyrir stund- ar' ánægju? Á þessa leið hnigu hugsanir hans þessar stundir. Hann var svo bug- aður orðinn, að allar hans hugsanir voru í molum. Hann gat ekki hugs-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.