Rökkur - 01.12.1930, Side 63
R Ö K K U R
173
að langt, ályktað, og hann sá aðeins
eitt ráð til að skerpa sálarsjón sína:
Endurnæra líkama sinn fyrst. Hann
leit á súpuskálina, sem fangavörður-
inn hafði fært honum, bar hana að
vörum sér og svolgraði í sig alt, sem
i lienni var, af mikilli græðgi, —
en hann gat þó haft vald á sér.
Hann vissi; að sér myndi hætt,
eins og ástatt var fyrir honum, ef
hann neytti of mikils matar. Hann
hafði heyrt getið um skipbrotsménn,
sem höfðu hungrað, en beðið
bana, af því að þeir gáðu sín ekki,
er þeir náðu í mat, og átu meira en
þeir þoldu. Edmond Dantés lagði
brauðskorpuna, sem hann hafði tek-
ið i hönd sér, aftur á borðið.
Hann lagðist á flet sitt. Hann ól
engar sjálfsmorðshugsanir lengur.
Löngun til að lifa hafði kviknað í
brjósti lians. Smám saman varð alt
skýrara fyrir hugs'kotssjónum hans.
Hann var allur að hressast, gat safn-
að hugsunum sinum í einn þráð —
og haldið þræðinum. Og hann hugs-
aði sem svo: „Eg verð að þraut-
prófa þetta, en án þess að koma
nokkrum í vandræði. Ef um verka-
mann er að ræða, þarf eg ekki ann-
að að gera en að lemja á vcgginn.
Hann mun þá hætta í bili, og spyrja
hvers vegna lamið sé. En þar sem
engin launung er í sambandi við
starf hans, mun hann bráðlega taka
til óspiltra málanna af nýju. Sé aft-
ur á móti um fanga að ræða, mun
hann verða úttasleginn og hætta.
Og hann mun ekki byrja á nýjan
leik, fyrr en allir eru sofnaðir.
Edmond reis á fætur af nvju, en
nú var enginn skjálfti á limum hans.
Og alt stóð skýrt fyrir sjónum hans.
Hann gekk út í eitt horn myrkva-
stofunnar og reif stein úr veggnum,
sem var orðinn laus, vegna rakans.
Hann gekk að veggnum, þar sem
þruskið heyrðist best, og lamdi þrjú
högg á vegginn með steininum. Þeg-
ar, er hann hafði lamið fyrsta högg-
ið, hætti allur hávaði. Edmond hlust-
aði sem best hann mátti. Ein klukku-
stund leið, tvær, þrjár stundir, en
ekkert hljóð barst að eyrum hans
gegnum vegginn. Fyrir handan vegg-
inn var dauðahljótt.
Vonir Edmonds fengu nýtt þrek.
Hann át nú brauðskorpuna og drakk
vatn með. Leið honum nú orðið
sæmilega, eftir atvikum, enda var
hann stálhraustur að upplagi. Þögn-
in ríkti allan daginn. Kvöld kom, og
ekkert þrusk hafði heyrst.
„Það er fangi,“ mælti Edmond
upphátt í mikilli gleði.
Nóttin leið, án þess hann heyrðí
nokkurn hlut. Honum féll ekki dúr
á auga.
Árla næsta morguns færði fanga-
vörðurinn honum mat af nýju. Ed-
mond snæddi nú morgunverð sinn
af góðri lyst. Hann lilustaöi án af-
láts,, beið þess ,að þruskið byrjaði
af nviu En nú greip hann eirðar-
leysi. Hann fór að ganga fram og
aftur i klefanum, og annað veifið
gekk hann að myrkvastofugfuggan-
um og hrFti járnrimlana, til þess
að herða vöðvana, þvi að hann hafði
nú ásett sér að reyna að safna full-
um kröftum, svo að hann væri fær
í att, ef tækifæri cæfist til stroks.
En þess á milli lagði hann við hlust-
irnar, en ekkert hlióð barst að eyr-
um hans. Hann varð óþolinmóður og
argur í skapi og í huganum ásak-
aði bann fangann, sem var að grafa,
um beimsku. ,.Þvi getur honum ekki
skilist.“ hugsaði hann, ,.að sá. sem
lamdi á vegginn, þráir frelsið eins
heitt og bann siálfur.“
Þrir sólarhringar liðu, — sjötíu