Rökkur - 01.12.1930, Side 64
174
ROKKUR
*
og tvær langar, erfiðar biðstundir.
Loks, kvöld nokkurt, að aflokinni
seinustu korau fangavarðarins, er
Edmond enn einu sinni hlustaði við
vegginn, þóttist hann heyra þruskið
á ný, en nú svo veikt, að hann var
í óvissu um, hvort þetta væri ímynd-
un eða elcki. Hann fór aftur að ganga
nm gólf, reyndi að safna hugsunum
sínum i einn farveg — og þvi næst,
er hann gat hugsað skýrt um þetta
eitt, lagði hann aflur við hlustirnar.
Það var ekki mn að villast. Eitt-
hvað var að gerast hinum megin við
vegginn. Fanginn var orðinn smeik-
ur um, að upp mundi komast um
strokutilraunina, og fór nú hægara
og varlegar að öllu en áður. Ed-
mond stæltist við þetta, og hann á-
kvað að aðstoða þennan iðjusama
og áhugasama félaga sinn. Fyrst af
öllu færði hann til flet sitt, en við
vegginn hinum megin, þóttist hann
nú heyra þruskið. Hann svipaðist
um eftir einhverju, sem hann gæti
notað í stað verkfæris, til að mola
steypuna, sem var á milli steinanna.
En hann sá engan nothæfan hlut.
Hann hafði engan hníf eða hvassan
hlut við hendina. Aðeins grindurn-
ar í klefaglugganum voru gerðar af
járni, en hann hafði svo oft reynt
krafta sina á þeim, að hann vissi,
að eigi þýddi að hugsa um þær. Auk
þess myndi fangavörðurinn strax
veita því eftirtekt, ef liann næði rim
úr glugganum. í myrkvastofunni var
rúmflet, stóll, borðskrifli, fata og
krukka. Á rúminu voru járntengsli,
en þau voru svo ramlega fest í tréð,
að hann gat ekki losað þau, nema
með skrúfjárni. Að borðinu eða
stólnum gat hann heldur ekki haft
nein not til þessa. Handarhald hafði
verið á fötunni, en hún var nú hand-
arhaldslaus. Hann sá aðeins eitt ráð:
Að brjóta krukkuna í mola og not-
ast við brotin. Hann tók krukkuna
og henti henni á gólfið. Hann tók
tvo eða þrjá oddhvössustu molana
og faldi í fleti sínu. Hin brotin lét
hann liggja á gólfinu. Hann óttað-
ist ekki, að það myndi vekja grun
hjá fangaverðinum, þótt krukkan
hefði brotnað. Hann hafði alla nótt-
ina fyrir sér, en vegna þess hve dimt
var, varð honum lítið ágengt. Auk
þess varð hann þess fljótlega var,
að veggurinn var svo harður, að
hann vann litið sem ekkert á neð
krukkubrotunum. Undir dögun færði
hann rúmfletið aftur að veggnum og
beið þess, að dagur rynni. Hann var
nú loks orðinn vongóður og þolin-
móður.
Alla nóttina hevrði hann til fang-
ans, sem hvíldarlaust hélt áfram
starfi sínu. Dagur rann. Fangavörð-
urinn kom. Edmond kvaðst hafa
mist krukkuna úr hendi sér, er hann
ætlaði að fá sér að drekka. Fanga-
vörðurinn for nöldrandi að sækja
aðra krulcku, án þess að tina saman
krukkubrotin á gólfinu. Hann kom
bráðlega aftur með aðra krukku, ráð
lagði Dantési að gæta hennar vel,
og fór svo sína leið.
Það glaðnaði yfir Dantési, er hann
heyrði, að lyklinum var snúið í
skránni. Hann lagði við hlustirnar,
uns fótatakið hvarf og dó út. Því
næst flýtti hann sér að færa til rúm-
ið, og hann sá, í skímunni daufu,
sem lagði inn um gluggann, að hann
hafði erfiðað til einskis um nóttina.
Hann hafði reynt að vinna á stein-
inum sjálfum, í stað þess að krafsa
í bindinginn milli steinanna. Bind-
ingurinn var orðinn laus í sér, vegna
rakans, og það glaðnaði yfir Dant-
ési, er hann sá bindinginn láta und-
an, þótt honum aðeins tækist að rífa