Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 65

Rökkur - 01.12.1930, Qupperneq 65
RÖKKUR 175 smámola og korn úr veggnum, þá var það þó agnarlítið í áttina. Er klukkustund var liðin, hafði hann náð hnefafylli. Stærðfræðingurinn myndi kannske hafa reiknað út, að á tveimur árum væri hægt að grafa með því að erfiða þannig, tuttugu feta löng göng og tveggja feta breið, — en þó ekki, ef hart grjótið — kletturinn, — yrði fyrir. En Dantés ásakaði sjálfan sig, fyrir að hafa eytt löngum tíma í að örvænta og biðja, í stað þess að erfiða. Honum taldist svo til, að hann hefði verið þarna um sex ára skeið. Hver hefði ekki árangurinn geta& orðið, ef hann hefði erfiðað allan þennd* tíma? Dantés fór sem varlegast að öllu og að þremur dögum liðnum hafði honum tekist að losa bindinginn krin"um steininn. Veggurinn var hlaðinn úr óhöggnu grjóti að nokkru leyti, en með vissu millibili voru til- höggnir steinar, og það var einn þeirra, sem Dantés hafði tekið sér fyrir hendur að losa. Var það vel, því að ótilhöggnu steinarnir voru þyngri en svo, að einn maður, þótt efldur væri, mætti þá hræra, þó lausir væri. Dantés gat nú tekið á steininum, en hann gat ekki mjak- að honum til, og eftir árangurslaust stundar erfiði gafst hann upp við það. Hafði liann þá erfiðað til ónýt- is? Hafði hann lil einskis hafið þetta verk? Átti hann nú að biða og sitja auðum höndum, á meðan nábúi hans erfiðaði áfram að settu marki? Skyndilega datt honuin ráð í hug. Hann brosti um leið og hann þurk- aði svitann á enni sér. Fangavörðurinn færði honum á- valt súpuna i skaftpotti. Dantés hafði tekið eftir þvi, að skaftpotturinn var altaf hálfur, þegar fangavörðurinn kom. Álytkaði hann því, að einhver annar fengi helminginn úr pottin- um. Dantés hafði veitt því eftirtekt, að skaftið var úr járni. Tíu ár æfi sinnar hefði Dantés viljað gefa fyr- ir þetta skaft. Fangavörðurinn helti ætíð súp- unni úr skaftpottinum á disk Dant- ésar, sem því næst át súpuna með trésleif. Um kvöldið setti Dantés disk sinn á gólfið nálægt dyrunum, svo að þegar fangavörðurinn kom, steig hann á hann og braut hann. í þetta skifti gat hann ekki ásak- að Dantés mikið. Að vísu hefði Dantés ekki átt að skilja hann eftir þarna. En fangavörðurinn hefði líka getað gengið gætilegar um. Fanga- vörðurinn lét sér þvi nægja, að nöldra eitthvað um þetta í hálfum hljóðum. Hann svipaðist um, eftir einhverju til að hella súpunni í, en sá ekkert nothæft til þess. „Skildu skaftpottinn eftir,“ sagði Dantés. „Þú getur tekið hann aftur, þegar þú kemur með morgunverð- inn.“ Fangavörðurinn fór að ráði hans, þvi að hann fýsti lítt að fara og sækja annan disk. Dantési var þetta fagnaðarefni. Hann át súpuna af bestu lyst og beið svo átekta góða stund, því að hann óttaðist að fangavörðurinn kynni að koma aftur. En hann kom ekki. Dantés Iosaði nú járnhaldið af pottinum, færði til rúmið og tók til starfa. Hann rak járnið inn á milli til- höggna steinsins og óhöggna, harða steinsins, sem næstur var, og það kom þegar i ljós, að með járninu gat hann mjakað til steininum. Þegar góð stund var liðin, hafði hann losað steininn alveg úr veggn- um. Þar sem steinninn hafði verið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.