Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 3
Útsjá.
(1.—2. ársfj. 1932).
Landbúnaðarsýnmgm þýska.
—o---
Mannheim í maí.
Hún verður haldin liér þ.
31. maí til 5. júní Landbún-
aðarfélagið þýska gengst fyrir
sýningunni. Félag þetta er 50
ára í sumar og Mannheims-
sýningin er 50. sýning félagsins.
Félagið var stofnað 1882. Stofn-
andi þess var Max Eyth, þýskur
verkfræðingur, sem um 20 ára
skeið hafði átt heima í Leeds á
Englandi. Max Eyth gaf sig að
búskap, þegar hann var kominn
aftur heim til ættlands síns.
Gaf hann sig einnig að ritstörf-
um og liggja eftir hann skáld-
sögur og kvæði.
Félagsmenn þýska landbún-
aðarfélagsins eru nú 45,000 tals-
ins og eru þeirra á meðal bú-
menn af öllum greinum stétt-
arinnar, smábændur og stór-
jarðaeigendur o. s. frv., og
einnig fjölda margir velunnar-
ar bænda og búmannastéttar-
innar. Stjórn félagsins hefir
ávalt kappkostað að lialda fé-
laginu utan við hringiðu stjórn-
málanna. Markmið félagsins er
að efla hverskonar búnaðar-
framfarir og bæta kjör bænda.
Mannheimssýningunni verður
líkt hagað og sýningunum und-
angengin ár. Bændur og búalið
úr öllum sveitum landsins
sýnir þar úrvalsgripi sína. Ann-
ar meginþáttur sýningarinnar
er sýning á nýtísku landbúnað-
arverkfærum.
Sýndir verða 250 hestar, 500
nautgripir, 400 sauðkindur, 500
svín, 200 geitur, alifuglar, kan-
ínur o. s. frv. Fyrirlestrar verða
haldnir um griparælct og fiski-
klak, meðferð landbúnaðaraf-
urða geymslu þeirra og sölu.
Þá verður þar sérstök sýning
á mjólkurafurðum, aðallega
ostum og smjöri. Einnig verður
þar sýning á ýmiskonar fræ-
tegundum, en frærækt er stund-
uð á flestum stórjörðum
Þýskalands.
1 Mannheim er framleitt mik-
ið af landbúnaðarverkfærum
og verður því óvanalega vel