Rökkur - 01.12.1932, Side 28
106
R O I\ K U R
Helstu bjarganir á árinu voru
þessar:
Þ. 24. inars bjargaði björgun-
arsveitin „Þorbjörn“ í Grinda-
vík 38 skipverjum af frakk-
neska togaranum „Cap Fag'-
net“ frá Fé Camp, er strandaði
fram undan Hrauni þá um nótt-
ina í suðaustan stórviðri og
brimi. — Þ. 3. maí björguðu
skipshafnirnar af m.b. „Mun-
inn“ frá Vogum og fiskveiða-
gufuskipið „Pétursey“ frá
Hafnarfirði skipshöfninni af
m.b. „íslendingur“ frá Slokks-
eyri, er strandað hafði við
Krísuvíkurberg kveldinu áður,
6 að tölu, þar sem þeir héldust
við á stalli í berginu. — Þ. 26.
júlí datt barn út af Torfunes-
bryggjunni á Akureyri. Hannes
Freysteinsson stýrimaður á
varðskipinu „Þór“ varpaði sér
í sjóinn, synti eftir barninu og
bjargaði því frá drukknun. •—
Þ. 3. júli datt 8 ára gamall
drengur út af bryggjunni á
Þingeyri. Bróðir hans, drengur
á fjórtánda ári var þar skamt
frá, greip krókstjaka, sem kom-
ið hafði verið fyrir á staur á
bryggjunni, krækti í föt drengs-
ins og bjargaði honum. (Slysa-
varnafélagið liafði látið koma
stjakanum fyrir á staurnum).
Magni og varðskipin veittu
skipum aðstoð. Magni hjálpaði
þ. 7. mars enska botnvörpungn-
um „Guy Thorne“, sem strand-
að hafði á skeri i Skerjafirði,
og dró liann til Reykjavílcur.
„Ægir“ aðstoðaði nokkra vél-
báta, sem bilað höfðu o. s. frv.
Alls drukknuðu liér við land
árið 1931 38 menn, þar af 20 Is-
lendingar. Af íslendingunum
drukknuðu 5 af skipum, sem
fórust, einn drukknaði af nóta-
bát frá gufuskipi, einum skol-
aði út af vélbát í stórsjó,
tveir duttu útbyrðis af vélbát-
um (vfir 12 smál.), 2 af vél-
bátum (undir 12 smál.), 4
fórust af róðrarbátum. — All-
ir útlendingarnir, 17 karlar og
ein kona, druknuðu, er norska
skipið „Ulv“ fórst.
Þá er nákvæm upptalning á
drukknunum árið sem leið og
skýrsla um skipströnd og báts-
tapa.
Tveir íslenskir togarar fór-
ust á árinu, Barðinn og Leiknir.
Tvö lóðaveiðagufuskip fórust
og eitt gufuskip, sem notað var
til póstferða (póstbáturinn
„Unnur") en 8 vélskip yfir 12
smálestir að stærð strönduðu
eða sukku. Af þeim var gert við
3, en hin töpuðust algerlega.
Tíu vélbátar undir 12 smál.
töpuðust úr flotanum. Að eins
einn maður fórst við alla þessa
skipskaða. •— Finnn enskir
botnvörpungar strönduðu hér
við land á árinu, náði varðskip-