Rökkur - 01.12.1932, Page 63
R 0 K K U R
141
ins. Voru þeir ekki ósvipaðir
Jberum eftir því sem höfuð-
niælingar virðast nú benda til
(hvorirtveggja langhöfðar). Á
árunum 600—400 f. Kr. koinu
Keltar fyrst inn á Spán. Er
þeirra a. m. k. ekki getið fyr en
á fjórðu öld, að gríski ferða-
maðurinn Pyteas telur þá búa
á vestanverðu því landi, sem nú
nefnist Frakkland. Þeir voru
einnig komnir frá Asíu og
<ireifðust víða um lönd. Þeir
voru Indógermanskir eða ar-
iskir, óskyldir íberum, ósiðaðir
mjög og létu ekki að sér kveða
i menningarlegu tilliti. Eftir
marg-ítrekaðar innrásartil-
raunir tókst þeim að leggja
undir sig allverulegan hluta
Pýreneaskagans, og tóku sér
þar bólfestu. Iberar höfðust eft-
ir það við í Pýreneadölum, á
strandlengjunni við Miðjarðar-
hafið og suður-Spáni. Aftur
urðu Keltar í meiri hluta þar
sem nú heitir Galisía og Portú-
gal. Á allri norðurströndinni og
um miðbik landsins runnu þjóð-
flokkar þessir saman, en þó bar
nieira á Iberum, og gengu þeir
undir nafninu Keltíberar í forn-
urn ritum.
Fönikar tóku fvrst að venja
komur sínar til Spánar á elleftu
óld f. Kr. Fyrir þeim vakti ekki
unnað en auðgast á verslun
sinni við landsmenn. Þeir hættu
sér ekki langt inn i landið, en
létu sér nægja að reisa viggirt-
ar borgir og verslunarstöðvar á
ströndinni (suður- og austur-
strönd skagans), þar sem liöfn
var góð. Ein af þeim borgum
var Cádiz, sem nú er ein af
stærstu sjóverslunarborgum
Spánar. Föníkar kendu lands-
mönnum leturgerð og mynt-
sláttu. Grikkir höfðu einnig
djúp ábrif á menningu þeirra.
Þeir komu til Spánar í verslun-
arerindum eins og Föníkar og'
settust að í Katalóníu, Yalencíu
•og Galisíu og finnast þar enn
menjar um veru þeirra.
I fjórar aldir réðu Karþagó-
borgarmenn yfir Spáni. En er
öðru púnverska stríðinu lauk,
böfðu þeir orðið að yfirgefa
landið, sem þá komst smám
saman undir yfirráð Rómverja.
Allar þessar austrænu þjóðir
höfðu mikil menningaráhrif á
íbúa Spánar, útbreiddu tungur
sinar og trúarbrögð, kendu
þeim handiðnir, listir, notkun
peninga og leturgerð, og minna
íberísku stafirnir á föníska letr-
ið, enda þótt enn hafi ekki tek-
ist að ráða þá til hlitar. Alt til
þess tíma, er Rómverjar lierj-
uðu á Spáni, eða 200 árum f.
Kr., var ekki um neinar veru-
legar bókmentir að ræða með
Spánarbúum. Þó er þess getið
í fornum annálum, að íberísku